Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frumkvöðlarnir í Pura Nature eru meðal þeirra sem hafa flutt framleiðslu sína úr landi.  Óstöðugt og erfitt rekstrarumhverfi til útflutnings er meðal ástæðna.
Frumkvöðlarnir í Pura Nature eru meðal þeirra sem hafa flutt framleiðslu sína úr landi. Óstöðugt og erfitt rekstrarumhverfi til útflutnings er meðal ástæðna.
Fréttir 17. janúar 2019

Matarfrumkvöðlar flýja Ísland

Í Greiningu Sjávarklasans sem var gefin út nú í janúar er dregin frekar dökk mynd upp af þróun í starfsemi matarfrumkvöðla á Íslandi. Virðist tilhneigingin vera sú að þeir flýi nú Ísland með framleiðslu sína vegna óstöðugs rekstrarumhverfis.   

Sjávarklasinn aflaði upplýsinga frá tíu matarfrumkvöðlum, sem hafa þróað vörur eða búnað til útflutnings innan vébanda Sjávarklasans og eru tveggja til tíu ára gömul. Þar kemur fram að nærri öll þeirra hafa átt í erfiðleikum með útflutninginn. Ástæður eru gjarnan gengishækkanir og innlendur kostnaður, sem hefur leitt til þess að sum fyrirtækjanna flytja framleiðsluna til Evrópu þar sem dæmi er um að framleiðslukostnaðurinn hafi lækkað um allt að 60 prósent.  Flutningskostnaður lækkar sömuleiðis þar sem framleiðslan er komin mun nærri markaði. Auk þess hafa stjórnvöld og sveitarfélög í nágrannalöndunum boðið ýmsum frumkvöðlafyrirtækjum áhugaverða þjónustu og fríðindi séu þau tilbúin til að flytja starfsemina til landanna. Íslensk fyrirtæki hafi nýtt sér slík tilboð.

Framleiðslan í Norður-Ameríku, pakkningar frá Evrópu

Í greiningunni er haft eftir stofnendum frumkvöðlafyrirtækis sem hóf starfsemi 2013 og selur hágæða fæðubótarefni úr íslensku hráefni að fyrirtækið hafi komist ágætlega frá íslenskum sveiflum þar sem framleiðslan sé í Norður-Ameríku en pakkningar komi frá Evrópu. 

„Við erum þannig með í raun framleiðslukostnað mestmegnis í dollurum og evrum og kostnaður því ekki fylgt íslensku krónunni eða launakostnaði hér heima. Við ætluðum heim með framleiðsluna og enn langar okkur til að framleiða heima. Það er auðvitað á margan hátt mun auðveldara,“ er haft eftir frumkvöðlunum.

Annar matvælafrumkvöðull greindi frá því í Greiningu Sjávarklasans að í byrjun starfseminnar hafi verið stefnt á sölu til Danmerkur og var markið sett á að selja vöruna með 40 prósenta framlegð. Það gekk eftir í byrjun, miðað við þáverandi gengi, en síðan hafi krónan styrkst um 30 prósent gagnvart dönsku krónunni sem hafi leitt til þess að ábatinn hafi að mestu horfið. Þegar svo laun hækkuðu og annar kostnaður á Íslandi hafi fyrirtækið staðið frammi fyrir taprekstri með útflutninginn.

Sjávarklasinn segir að raunin sé að íslensk fyrirtæki nýti sér í auknum mæli þjónustu ýmissa verktaka erlendis við framleiðslu sína, sem eru sérhæfðir í ýmsum þáttum framleiðsluferilsins; til dæmis í efnablöndum, niðurlagningu og niðursuðu, pökkun, prentun og áfyllingu. 

Best að nýta heimamarkaðinn sem tilraunamarkað

Sjávarklasinn metur stöðuna á Íslandi þannig að best sé fyrir íslensk frumkvöðlafyrirtæki að skoða í upphafi vel þann möguleika að hefja framleiðslu utan Íslands, helst nálægt þeim mörkuðum sem ætlunin er að leggja áherslu á. Reynslan á Íslandi sýni að þar hefur staðan verið nánast óbreytt í eina öld þegar skoðaðar eru þær vörur sem eru fluttar héðan út.  Frumkvöðlafyrirtækjum virðist farnast vel að byrja þróun á Íslandi og nota innlenda markaðinn sem tilraunamarkað. Íslendingar séu þannig yfirleitt jákvæðir gagnvart íslenskri nýsköpun og þróunarteymi í rannsóknarstofnunum og háskólum hérlendis séu mjög jákvæð fyrir samstarfi. Þróunarvinna, rannsóknir og önnur fagvinna geti þannig haldist á Íslandi að hluta enda sé samkeppnisstaðan í þessum þáttum sterkari í hinni eiginlegu framleiðslu.

Hlúa þar betur að fyrirtækjum

Sjávarklasinn segir mikilvægt að skoða hvernig betur megi hlúa að fyrirtækjum sem vilji eða þurfi að framleiða á Íslandi, til dæmis vegna nálægðar við hráefni sem notuð eru. Frumkvöðlafyrirtækin séu sammála um að koma þurfi á auknu samstarfi um flutninga og hugsanlega sameiginlegar vörugeymslur erlendis. Skoða þurfi hvort sameiginleg nýting vörumerkisins Icelandic, sem sé í eigu stjórnvalda, geti nýst fyrirtækjum. 

Skylt efni: matarfrumkvöðlar

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...