Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góðri sjúkdómastöðu alifugla á Íslandi er ógnað með innflutningi á frjóeggjum og fuglum án nauðsynlegra leyfa.
Góðri sjúkdómastöðu alifugla á Íslandi er ógnað með innflutningi á frjóeggjum og fuglum án nauðsynlegra leyfa.
Mynd / smh
Fréttir 19. desember 2019

MAST óskar eftir opinberri rannsókn á innflutningi frjóeggja

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn á innflutningi og útungun frjóeggja kalkúna í Þykkvabænum. Er grunur um innflutning án nauðsynlegra leyfa. Málið varðar brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, um innflutning dýra og á reglugerð um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla.

Í síðasta Bændablaði var málið borið undir Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Þar kom fram að mál sem þessi væru litin mjög alvarlegum augum. Hún sagði að smitsjúkdómar geti borist með frjóeggjum og sumir sjúkdómar í alifuglum berist jafnvel gjarnan og auðveldlega í gegnum frjóegg í afkvæmin. Slíkur innflutningur væri ógn við afar góða sjúkdómastöðu á Íslandi.

Brigitte sagði að lítið væri vitað um sjúkdóma í bakgarðsfuglum hér á landi en ætla mætti að frjóeggjum væri smyglað til landsins. „Þess vegna er ekki hægt að útiloka að tilkynningaskyldir sjúkdómar geti verið til staðar í bakgarðshænum. Eigendur bera sjálfir ábyrgð á heilsu þeirra fugla. Mikilvægt er að þeir fái einungis fugla frá heilbrigðum hópum á búum, þar sem ekki hafa komið upp veikindi,“ sagði hún.

Áhyggjur eggja- og alifuglabænda

Þegar upp komst um innflutninginn sendu Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarður, Matfugl, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og Bændasamtök Íslands bréf til Matvælastofnunar þar sem áhyggjum var lýst vegna hættunnar á að alvarlegir alifuglasjúkdómar berist til til landsins. Var hvatt til þess að hart væri tekið á slíkum ólöglegum innflutningi.

Öll sýni neikvæð

Matvælastofnun tók sýni af fuglunum sem var útungað hér, en reyndust þau neikvæð gagnvart öllum þeim sjúkdómum sem skimað var fyrir. Fuglunum verður fargað eins og lög gera ráð fyrir. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...