Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu.
Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu.
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts við óskir um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri og nú hillir undir að það markmið sé að verða að veruleika. Undanfarin misseri hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert og þá ekki bara í Skagafirði heldur um land allt.

Ný leikskólabygging á Hofsósi

„Umræða um skort á leikskóla­rýmum hefur enda verið talsvert fyrirferðarmikil og ljóst að sveitar­félög eru afar misvel í stakk búin til að mæta óskum foreldra í þessu efni. Með lengingu fæðingar- og foreldraorlofs úr 9 mánuðum í 12 mánuði hefur umræðan m.a. beinst að því að mikilvægt sé að skapa samfellu í umönnun barna og áhersla lögð á að leikskólar standi öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ný leikskólabygging hefur verið tekin í notkun á Hofsósi og er hún sjálfstæð bygging í tengslum við grunnskólann. Unnið er að hönnun nýs íþróttahúss sem einnig mun tengjast grunnskólanum.

Með þessum framkvæmdum verður allt skólastarf á sama stað með tilheyrandi auknu hagræði og möguleikum til samþættingar og samvinnu.

Ný deild í Varmahlíð

Á Sauðárkróki er vinna við byggingu tveggja nýrra deilda hafin við Ársali, eldra stig. Ráðgert er að fyrri áfangi þeirrar byggingar verði tekinn í notkun í mars næstkomandi. Með tilkomu þessarar byggingar verður hægt að anna eftirspurn eftir leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Nú í upphafi nýs árs 2022 verður ný deild tekin í notkun í Varmahlíð.

Sú deild verður í sama húsi og yngstu barna deildin er nú, eða í gamla pósthúsinu eins og kallað er. Samhliða er unnið að framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla í Varmahlíð enda það húsnæði einungis hugsað til bráðabirgða.

Með þessum framkvæmdum verður hægt að anna inntöku barna í leikskóla í Skagafirði við 12 mánaða aldur. „Fullyrða má að Sveitarfélagið Skagafjörður skapi sér sterkan sess meðal sveitarfélaga hvað þetta varðar og standi afar vel að vígi í þjónustu við barnafólk,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. 

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...