Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Mynd / Smalahundafélag Íslands
Fréttir 11. september 2023

Maríus Snær sigursæll í báðum keppnisflokkunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Maríus Snær Halldórsson sigraði í A-flokki í Landskeppni Smalahundafélags Íslands með hundinn Rosa frá Ketilsstöðum. Elísabet Gunnarsdóttir varð önnur með hundinn Ripley frá Írlandi.

Svo skemmtilega vill til að þau Rosi og Ripley eru mæðgin.

Í þriðja sæti í A­flokknum urðu Krzysztof Krawczyk og hundurinn Oreó frá Hallgilsstöðum.

Keppnin var haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi helgina 19.–20. ágúst.

Að sögn Hrafnhildar Tíbrár Halldórsdóttur, ritara Smala­hundafélagsins, lék veðrið við keppendur og gesti á mótinu á laugardeginum. „Lognið flýtti sér helst til mikið seinni daginn og var ákveðið að snúa brautinni til hagræðingar fyrir keppendur og áhorfendur,“ segir hún.

Samstarf smalahundadeilda

Mótið var haldið í samstarfi við Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadals og var keppt í tveimur flokkum, A­flokki og Unghundaflokki. Alls voru 14 hundar skráðir til leiks, flestir keppendur í A­flokki.

Hrafnhildur segir að í A­flokki séu hundar sem komnir eru með talsverða reynslu og þurfa hundarnir að leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara sínum. „Þjálfarinn verður að standa á sínum upphafsstað frá því hann sendir hund af stað og þar til hundurinn hefur klárað að sækja kindurnar í um 400 metra fjarlægð, reka kindurnar í gegnum þrjú hlið. En þá kemur hann með hópinn í svokallaðan skiptihring þar sem hundur og þjálfari hjálpast að við að skilja tvær kindur frá hópnum áður en hann er rekinn í litla rétt. Rúsínan í pylsuendanum er síðan ef hundinum tekst að taka eina merkta kind úr hópnum í skiptihringnum.“

Frábærir taktar

Að sögn Hrafnhildar sýndu þau Maríus Snær og Elísabet frábæra takta báða dagana með hunda sína Rosa og Ripley. Maríus vann Unghundaflokkinn, auk A­flokks. „Þessi pör höfðu þegar unnið sér inn rétt til að fara út á Heimsmeistaramót International Sheepdog Society fyrir hönd Smalahundafélagsins en það verður haldið dagana 13.–16. september næstkomandi og við óskum þeim velfarnaðar á því móti.

Við fengum skoskan dómara, Ian Brownlie, til að dæma í keppninni. Með honum í för var eiginkona hans, Jennifer Murtagh, sem ritari og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Við þökkum Líflandi líka kærlega, sem styrkti mótshaldið með veglegum vinningum,“ segir Hrafnhildur.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...