Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mannabreytingar hjá Líflandi
Fréttir 30. júní 2023

Mannabreytingar hjá Líflandi

Höfundur: Arnar Þórisson, forstjóri Líflands.

Arnar Þórisson tekur við sem forstjóri Líflands frá og með 1. júlí næstkomandi. Þórir Haraldsson, faðir Arnars, lætur af daglegum störfum eftir rúm tuttugu ár sem forstjóri.

Í fréttatilkynningu frá Líflandi kemur fram að Þórir muni halda áfram að sinna verkefnum fyrir félagið. Arnar er iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur að mennt en hefur starfað hjá Líflandi síðan árið 2013. Áður starfaði hann sem framleiðslustjóri hjá Plastprenti.

Jafnframt hefur Lífland gengið frá ráðningum á tveimur nýjum stjórnendum. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og Halldór Berg Sigfússon mun taka við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Þau Ingibjörg og Halldór munu bæði taka sæti í framkvæmdastjórn Líflands, en í henni sitja einnig þau Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri, og Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...