Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Fréttir 8. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins formlega virkjað

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, virkjaði Mælaborð landbúnaðarins formlega í dag á opnum streymisfundi.

Mælaborðið er veflægt upplýsingahlaðborð um íslenskan landbúnað; búvörusamninga, stuðningsgreiðslur,  talnaefni um búvöruframleiðslu, -innflutning og -sölu – auk tölulegra upplýsinga um bændur og búfjáreigendur.

Það var Sigurður Eyþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og núverandi verkefnastjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem kynnti virkni Mælaborðs landbúnaðarins.

Mælaborðið er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg sé að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands. Mælaborði landbúnaðarins er ætlað að auka gagnsæi í hagtölum landbúnaðarins og aðgengi fólks að upplýsingum.

Mælaborðið byggir að miklu leyti á gögnum úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en einnig eru gögn sótt til Hagstofu Íslands. Mælaborðið er sett upp í Power BI sem er viðskiptagreindarhugbúnaður frá Microsoft og gefur möguleika á að skoða gögn með gagnvirkum hætti. 

Um þróunarverkefni er að ræða en í fyrsta áfanga, sem var kynntur í dag, er lögð áhersla yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Áfram verður unnið að framþróun mælaborðsins til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum:

Kynning á Mælaborði landbúnaðarins

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...