Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Fréttir 8. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins formlega virkjað

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, virkjaði Mælaborð landbúnaðarins formlega í dag á opnum streymisfundi.

Mælaborðið er veflægt upplýsingahlaðborð um íslenskan landbúnað; búvörusamninga, stuðningsgreiðslur,  talnaefni um búvöruframleiðslu, -innflutning og -sölu – auk tölulegra upplýsinga um bændur og búfjáreigendur.

Það var Sigurður Eyþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og núverandi verkefnastjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem kynnti virkni Mælaborðs landbúnaðarins.

Mælaborðið er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg sé að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands. Mælaborði landbúnaðarins er ætlað að auka gagnsæi í hagtölum landbúnaðarins og aðgengi fólks að upplýsingum.

Mælaborðið byggir að miklu leyti á gögnum úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en einnig eru gögn sótt til Hagstofu Íslands. Mælaborðið er sett upp í Power BI sem er viðskiptagreindarhugbúnaður frá Microsoft og gefur möguleika á að skoða gögn með gagnvirkum hætti. 

Um þróunarverkefni er að ræða en í fyrsta áfanga, sem var kynntur í dag, er lögð áhersla yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Áfram verður unnið að framþróun mælaborðsins til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum:

Kynning á Mælaborði landbúnaðarins

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.