Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Fréttir 8. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins formlega virkjað

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, virkjaði Mælaborð landbúnaðarins formlega í dag á opnum streymisfundi.

Mælaborðið er veflægt upplýsingahlaðborð um íslenskan landbúnað; búvörusamninga, stuðningsgreiðslur,  talnaefni um búvöruframleiðslu, -innflutning og -sölu – auk tölulegra upplýsinga um bændur og búfjáreigendur.

Það var Sigurður Eyþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og núverandi verkefnastjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem kynnti virkni Mælaborðs landbúnaðarins.

Mælaborðið er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg sé að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands. Mælaborði landbúnaðarins er ætlað að auka gagnsæi í hagtölum landbúnaðarins og aðgengi fólks að upplýsingum.

Mælaborðið byggir að miklu leyti á gögnum úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en einnig eru gögn sótt til Hagstofu Íslands. Mælaborðið er sett upp í Power BI sem er viðskiptagreindarhugbúnaður frá Microsoft og gefur möguleika á að skoða gögn með gagnvirkum hætti. 

Um þróunarverkefni er að ræða en í fyrsta áfanga, sem var kynntur í dag, er lögð áhersla yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Áfram verður unnið að framþróun mælaborðsins til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum:

Kynning á Mælaborði landbúnaðarins

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...