Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Fréttir 8. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins formlega virkjað

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, virkjaði Mælaborð landbúnaðarins formlega í dag á opnum streymisfundi.

Mælaborðið er veflægt upplýsingahlaðborð um íslenskan landbúnað; búvörusamninga, stuðningsgreiðslur,  talnaefni um búvöruframleiðslu, -innflutning og -sölu – auk tölulegra upplýsinga um bændur og búfjáreigendur.

Það var Sigurður Eyþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og núverandi verkefnastjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem kynnti virkni Mælaborðs landbúnaðarins.

Mælaborðið er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg sé að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands. Mælaborði landbúnaðarins er ætlað að auka gagnsæi í hagtölum landbúnaðarins og aðgengi fólks að upplýsingum.

Mælaborðið byggir að miklu leyti á gögnum úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en einnig eru gögn sótt til Hagstofu Íslands. Mælaborðið er sett upp í Power BI sem er viðskiptagreindarhugbúnaður frá Microsoft og gefur möguleika á að skoða gögn með gagnvirkum hætti. 

Um þróunarverkefni er að ræða en í fyrsta áfanga, sem var kynntur í dag, er lögð áhersla yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Áfram verður unnið að framþróun mælaborðsins til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum:

Kynning á Mælaborði landbúnaðarins

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...