Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Mynd / Guillaume Périgois
Fréttir 21. desember 2022

Mælaborð fæðuöryggis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stokkunum nýju mælaborði þar sem farið er yfir stöðu fæðuöryggis í aðildarríkjunum. Þar koma ekki fram vísbendingar um að framboð af matvælum muni skerðast. Hins vegar hefur dregið úr aðgengi borgaranna að fæðu á viðráðanlegu verði.

Nú verður með auðveldum hætti hægt að fylgjast með stöðu fæðuöryggis á mælaborðinu á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar. Þar verða dregin saman áhrif mismunandi þátta, eins og veðurfars og þurrka, flutnings- og orkukostnaðar, dýrasjúkdóma og hugsanlegra viðskiptatakmarkana. Einnig verður tekið sérstakt tillit til hversu sjálfbært sambandið er þegar kemur að hrávöru fyrir landbúnaðinn, eins og stöðu innflutnings á tilbúnum áburði.

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að þökk sé sameiginlegu landbúnaðarstefnunni (CAP) sé sambandið að mestu sjálfbært þegar kemur að landbúnaðarafurðum, því sé framboði af fæðu ekki ógnað. Helsta áskorunin sé hins vegar hækkað matvælaverð innan ESB. Því mun mælaborðið sýna þróun verðbólgu á mismunandi fæðutegundum í aðildarríkjunum og skoða hversu hátt hlutfall ráðstöfunartekna borgaranna fer í matvælakaup.

Með þessu er vonast til að ná fram auknu gagnsæi um stöðu matvælaöryggis og framboðs af matvælum. Því verður hægt að bregðast skjótar við ef stefnir í óefni. Upplýsingarnar verða uppfærðar með reglulegu millibili og er stefnt að frekari þróun mælaborðsins á árinu 2023 með því að auka myndræna framsetningu.

Skylt efni: fæðuöryggi

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...