Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Mynd / Guillaume Périgois
Fréttir 21. desember 2022

Mælaborð fæðuöryggis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stokkunum nýju mælaborði þar sem farið er yfir stöðu fæðuöryggis í aðildarríkjunum. Þar koma ekki fram vísbendingar um að framboð af matvælum muni skerðast. Hins vegar hefur dregið úr aðgengi borgaranna að fæðu á viðráðanlegu verði.

Nú verður með auðveldum hætti hægt að fylgjast með stöðu fæðuöryggis á mælaborðinu á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar. Þar verða dregin saman áhrif mismunandi þátta, eins og veðurfars og þurrka, flutnings- og orkukostnaðar, dýrasjúkdóma og hugsanlegra viðskiptatakmarkana. Einnig verður tekið sérstakt tillit til hversu sjálfbært sambandið er þegar kemur að hrávöru fyrir landbúnaðinn, eins og stöðu innflutnings á tilbúnum áburði.

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að þökk sé sameiginlegu landbúnaðarstefnunni (CAP) sé sambandið að mestu sjálfbært þegar kemur að landbúnaðarafurðum, því sé framboði af fæðu ekki ógnað. Helsta áskorunin sé hins vegar hækkað matvælaverð innan ESB. Því mun mælaborðið sýna þróun verðbólgu á mismunandi fæðutegundum í aðildarríkjunum og skoða hversu hátt hlutfall ráðstöfunartekna borgaranna fer í matvælakaup.

Með þessu er vonast til að ná fram auknu gagnsæi um stöðu matvælaöryggis og framboðs af matvælum. Því verður hægt að bregðast skjótar við ef stefnir í óefni. Upplýsingarnar verða uppfærðar með reglulegu millibili og er stefnt að frekari þróun mælaborðsins á árinu 2023 með því að auka myndræna framsetningu.

Skylt efni: fæðuöryggi

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...