Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verður hægt að nálgast mælaborð fæðuöryggis.
Mynd / Guillaume Périgois
Fréttir 21. desember 2022

Mælaborð fæðuöryggis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stokkunum nýju mælaborði þar sem farið er yfir stöðu fæðuöryggis í aðildarríkjunum. Þar koma ekki fram vísbendingar um að framboð af matvælum muni skerðast. Hins vegar hefur dregið úr aðgengi borgaranna að fæðu á viðráðanlegu verði.

Nú verður með auðveldum hætti hægt að fylgjast með stöðu fæðuöryggis á mælaborðinu á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar. Þar verða dregin saman áhrif mismunandi þátta, eins og veðurfars og þurrka, flutnings- og orkukostnaðar, dýrasjúkdóma og hugsanlegra viðskiptatakmarkana. Einnig verður tekið sérstakt tillit til hversu sjálfbært sambandið er þegar kemur að hrávöru fyrir landbúnaðinn, eins og stöðu innflutnings á tilbúnum áburði.

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að þökk sé sameiginlegu landbúnaðarstefnunni (CAP) sé sambandið að mestu sjálfbært þegar kemur að landbúnaðarafurðum, því sé framboði af fæðu ekki ógnað. Helsta áskorunin sé hins vegar hækkað matvælaverð innan ESB. Því mun mælaborðið sýna þróun verðbólgu á mismunandi fæðutegundum í aðildarríkjunum og skoða hversu hátt hlutfall ráðstöfunartekna borgaranna fer í matvælakaup.

Með þessu er vonast til að ná fram auknu gagnsæi um stöðu matvælaöryggis og framboðs af matvælum. Því verður hægt að bregðast skjótar við ef stefnir í óefni. Upplýsingarnar verða uppfærðar með reglulegu millibili og er stefnt að frekari þróun mælaborðsins á árinu 2023 með því að auka myndræna framsetningu.

Skylt efni: fæðuöryggi

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...