Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Losun 6% meiri en 1990
Mynd / Luca Baggio
Fréttir 5. maí 2023

Losun 6% meiri en 1990

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfisstofnun gaf nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu.

Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022.

Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónirtonnaafkoltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum.

Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst.

Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...