Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Losun 6% meiri en 1990
Mynd / Luca Baggio
Fréttir 5. maí 2023

Losun 6% meiri en 1990

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfisstofnun gaf nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu.

Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022.

Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónirtonnaafkoltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum.

Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst.

Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...