Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Losun 6% meiri en 1990
Mynd / Luca Baggio
Fréttir 5. maí 2023

Losun 6% meiri en 1990

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfisstofnun gaf nýverið út skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þar er skoðuð þróun frá 1990 og gerðir framreikningar til 2050. Ítarleg yfirferð verður á Loftslagsdeginum 4. maí í Hörpu.

Losun fór vaxandi frá 1990 til 2008, en dróst saman fyrstu árin eftir efnahagshrunið. Frá 2011 til 2020 hélst losunin stöðug en dróst saman í heimsfaraldrinum. Aukning var milli áranna 2020 til 2021 og er spáð enn frekari aukningu 2022.

Árið 2021 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 14,1 milljónirtonnaafkoltvísýringsígildum, ef alþjóðasamgöngur eru ekki teknar með. Þar af ber landbúnaðurinn ábyrgð á 620 tonnum.

Stærstur er liðurinn landnotkun og skógrækt, sem ber ábyrgð á 9.398 tonnum losunar. Ísland sker sig úr frá öðrum Evrópuríkjum að þessu leyti, en flest eru þau með meiri bindingu en losun. Losun frá framræstu votlendi vegur þar þyngst.

Miðað við að árlegur samdráttur verði 0,6 prósent á hverju ári hér eftir, má reikna með að heildarlosun koltvísýringsígilda verði 13,4 milljónir árið 2030 og 11,7 milljónir árið 2050. Framreikningarnir byggja á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun, verga landsframleiðslu ásamt Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...