Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna meira af koltvísýringi á ári en þeir binda. Vísindamenn segja niðurstöðu útreikninganna ógnvekjandi.

Í fyrsta sinn frá því að farið var að áætla bindingu og losum koltvísýrings í regnskógum Amason sýna útreikningar að skógarnir losa meiri koltvísýring en þeir binda. Helsta ástæða aukinnar losunar er sögð vera ólögleg skógareyðing með bruna til að ryðja land til ræktunar á soja og nautgripaeldis.

Auk þess sem hækkun lofthita vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til þurrka í suðausturhluta skóganna og í kjölfarið minni koltvísýringsbindingar á því svæði.

Verulegt áhyggjuefni

Regnskógar Amason hafa frá upphafi bundið um 25% af koltvísýringslosun í heiminum og því verulegt áhyggjuefni að skógarnir séu farnir að losa koltvísýring í stað þess að binda hann.

Vegna þessa, að sögn vísindamanna sem unnu rannsóknina, er enn mikilvægara en áður að draga úr losun efna sem auka á hlýnun jarðar. Niðurstaðan er tilkomin vegna loftsýna sem tekin hafa verið með flugvélum í um 4,5 kílómetra hæð yfir skógunum á rúmum áratug. Auk þess sem gervitunglamyndir hafa verið notaðar til að áætla minnkun á skógunum.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur undanfarið verið réttilega harðlega gagnrýndur fyrir að hvetja til skógareyðingar í landinu til að auka viðarframleiðslu, sojarækt og nautgripaeldi. Í kjölfar stefnu forsetans hefur skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í tólf ár.

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Fréttir 17. september 2021

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall

Álagsprófun á 50 öflugustu lána­stofnunum innan Evrópu­sam­bandsins, sem standa ...

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efna...

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?
Fréttir 16. september 2021

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?

Mikil umræða átti sér stað um makrílveiðar og skiptingu tekna af honum og fannst...

Hvað er skattspor fyrirtækja
Fréttir 16. september 2021

Hvað er skattspor fyrirtækja

Við þekkjum orðið upplýsingaóreiðu orðið nokkuð vel og að við tölum nú ekki um f...

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið hey...

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum krón...

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu
Fréttir 15. september 2021

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu

Fyrirtækið Eldhestar fékk nýlega staðfestingu á því að vera í hópi 10% fyrirtækj...

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán h...