Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Vaskur sjálfboðaliði að störfum. Markmiðið með Einkunnadeginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum.
Mynd / Vefur Borgarbyggðar
Fréttir 22. september 2021

Lokið við aðkallandi verkefni í Einkunnum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fólkvangurinn í Einkunnum, sem er útivistarsvæði í Borgarbyggð, um 7 km norður af Borgarnesi, nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.

Blásið var á dögunum til Einkunnadagsins 2021, en það er samstarfsverkefni umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunn, Ferðafélags Borgarfjarðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.

Markmiðið með deginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum, t.d. stika gönguleiðina milli Einkunna og Borgar, grisja gróður, lagfæra og smíða brýr og lagfæra stíga. Um þrjátíu manns mættu á staðinn og er skemmst frá því að segja að þátttaka og afköst voru framar öllum væntingum að því er fram kemur á vefsíðu Borgarbyggðar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...