Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lokaður ferðamönnum til 2019
Fréttir 3. júlí 2018

Lokaður ferðamönnum til 2019

Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er elsti þjóð­garðurinn í Afríku. Garður­inn er jafnframt stærsta eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn er einnig sá hættulegasti í heimi og ákveðið hefur verið að loka honum fyrir ferðamönnum til 2019.

Ríflega 180 landverðir hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í garðinum á síðustu 20 árum og þar af tólf á síðustu tíu mánuðum sem hafa verið þeir blóðugustu í sögu garðsins. Eftirlit í garðinum, sem er um 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, er erfitt.

Fyrir skömmu var fararstjóri drepinn og tveimur breskum ferðamönnum rænt skammt frá ferðamannamiðstöð í garðinum og þeir hafðir í haldi uppreisnarmanna í sólarhring.

Í framhaldi af ráni Bretanna tveggja hefur verið ákveðið að loka garðinum fyrir heimsókn ferðamanna til loka þessa árs. Lokunin er sögð illnauðsyn svo hægt sé að yfirfara öryggismál garðsins og endurþjálfa þá 700 landverði sem eiga að gæta öryggis dýra og gesta garðsins.

Virunga-þjóðgarðurinn er síðasta athvarf einnar tegundar af fjallagórillum og er fjöldi þeirra í garðinum um eitt þúsund og auk þess að stafa hætta af átökum innan þjóðgarðsins er górillunum einnig ógnað vegna ólöglegra námuvinnslu og af veiðiþjófum.

Skylt efni: Þjóðgarður | górillur | Kongó

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...