Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lokaður ferðamönnum til 2019
Fréttir 3. júlí 2018

Lokaður ferðamönnum til 2019

Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er elsti þjóð­garðurinn í Afríku. Garður­inn er jafnframt stærsta eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn er einnig sá hættulegasti í heimi og ákveðið hefur verið að loka honum fyrir ferðamönnum til 2019.

Ríflega 180 landverðir hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í garðinum á síðustu 20 árum og þar af tólf á síðustu tíu mánuðum sem hafa verið þeir blóðugustu í sögu garðsins. Eftirlit í garðinum, sem er um 22 þúsund ferkílómetrar að stærð, er erfitt.

Fyrir skömmu var fararstjóri drepinn og tveimur breskum ferðamönnum rænt skammt frá ferðamannamiðstöð í garðinum og þeir hafðir í haldi uppreisnarmanna í sólarhring.

Í framhaldi af ráni Bretanna tveggja hefur verið ákveðið að loka garðinum fyrir heimsókn ferðamanna til loka þessa árs. Lokunin er sögð illnauðsyn svo hægt sé að yfirfara öryggismál garðsins og endurþjálfa þá 700 landverði sem eiga að gæta öryggis dýra og gesta garðsins.

Virunga-þjóðgarðurinn er síðasta athvarf einnar tegundar af fjallagórillum og er fjöldi þeirra í garðinum um eitt þúsund og auk þess að stafa hætta af átökum innan þjóðgarðsins er górillunum einnig ógnað vegna ólöglegra námuvinnslu og af veiðiþjófum.

Skylt efni: Þjóðgarður | górillur | Kongó

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...