Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WTO-innflutningskvóta fyrir kinda- og geitakjöt, tæp 277 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 40 þúsund kíló.

Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 23. maí um úthlutun á WTO- tollkvótum (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) fyrir tímabilið 1. júlí 2023 til 30. júní 2024.

Magnið sem LL42 fær nú er svipað og Stjörnugrís fékk á síðasta ári. LL42 fær einnig stærstan hluta af svínakjötskvótanum, 34 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 30 þúsund kíló. Mata fær stærstan hluta innflutningskvóta alifuglakjöts, eða 48 þúsund kíló, en Krónan fær 11 þúsund kíló.

LL42 fær rúm 48 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir smjör, Innnes fær tæp þrjú þúsund kíló og Krónan tæp tvö þúsund kíló.

Stærstan hluta af innflutningskvóta fyrir ost fær Krónan, alls tæplega 41 þúsund kíló. Lífland fær 60 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir fuglsegg, en Krónan 16 þúsund kíló.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...