Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WTO-innflutningskvóta fyrir kinda- og geitakjöt, tæp 277 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 40 þúsund kíló.

Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 23. maí um úthlutun á WTO- tollkvótum (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) fyrir tímabilið 1. júlí 2023 til 30. júní 2024.

Magnið sem LL42 fær nú er svipað og Stjörnugrís fékk á síðasta ári. LL42 fær einnig stærstan hluta af svínakjötskvótanum, 34 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 30 þúsund kíló. Mata fær stærstan hluta innflutningskvóta alifuglakjöts, eða 48 þúsund kíló, en Krónan fær 11 þúsund kíló.

LL42 fær rúm 48 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir smjör, Innnes fær tæp þrjú þúsund kíló og Krónan tæp tvö þúsund kíló.

Stærstan hluta af innflutningskvóta fyrir ost fær Krónan, alls tæplega 41 þúsund kíló. Lífland fær 60 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir fuglsegg, en Krónan 16 þúsund kíló.

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...