Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WTO-innflutningskvóta fyrir kinda- og geitakjöt, tæp 277 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 40 þúsund kíló.

Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 23. maí um úthlutun á WTO- tollkvótum (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) fyrir tímabilið 1. júlí 2023 til 30. júní 2024.

Magnið sem LL42 fær nú er svipað og Stjörnugrís fékk á síðasta ári. LL42 fær einnig stærstan hluta af svínakjötskvótanum, 34 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 30 þúsund kíló. Mata fær stærstan hluta innflutningskvóta alifuglakjöts, eða 48 þúsund kíló, en Krónan fær 11 þúsund kíló.

LL42 fær rúm 48 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir smjör, Innnes fær tæp þrjú þúsund kíló og Krónan tæp tvö þúsund kíló.

Stærstan hluta af innflutningskvóta fyrir ost fær Krónan, alls tæplega 41 þúsund kíló. Lífland fær 60 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir fuglsegg, en Krónan 16 þúsund kíló.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...