Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífrænt land stækkað
Fréttir 3. september 2024

Lífrænt land stækkað

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnt er að því að lífrænt vottað land á Íslandi verði tíu prósent af öllu landbúnaðarlandi árið 2040.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda um eflingu lífræns vottaðrar framleiðslu var gefin út á þriðjudaginn. Íslenskt lífrænt vottað landbúnaðarland hefur fram til þessa verið metið undir einu prósenti alls landbúnaðarlands.

Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að hlutfall af lífrænu landbúnaðarlandi í löndum sambandsins verði komið í 25 prósent árið 2030, en það var talið vera 10 prósent árið 2021.

Engar efnislegar breytingar voru gerðar á áætluninni frá því að drög að henni voru gefin út í desember á síðasta ári, en þá var hún lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Aðgerðaáætlunin skiptist upp í fimm meginaðgerðir sem tengjast aðlögunar- og rekstrarstyrkjum, aðföngum, rannsóknum og ráðgjöf, markaðsstarfi og fræðslu og loks eftirfylgni og endurskoðun. Þá er í viðauka gerð grein fyrir aðgerðum sem heyra undir önnur ráðuneyti en matvælaráðuneyti, eins og til dæmis á sviði menntunar.

„Það er auðvitað bæði ánægjulegt og spennandi að aðgerðaáætlunin sé fullgerð og hafi litið dagsins ljós,“ segir Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR (Verndun og ræktun) – félags um lífræna ræktun og framleiðslu. „Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld gefa út áætlun af þessu tagi og það er mikilvæg hvatning fyrir þá sem lifa og starfa innan lífræna geirans að finna fyrir stuðningi stjórnvalda í verki. Ég er bjartsýn á að það hafi jákvæð áhrif á greinina í heild og muni styðja við vöxt og fjölgun framleiðenda með lífræna vottun.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að áætlunina á að endurskoða reglulega, en  mikilvægast er auðvitað að halda henni lifandi, vinna eftir henni og að fjármunum sé varið í framkvæmd þeirra markmiða sem þar eru sett fram.

Í lífrænni ræktun og framleiðslu, þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og mannauðnum innan greinarinnar, eru mikil verðmæti fólgin og áætlunin getur orðið mikilvægt verkfæri til að viðhalda þeim verðmætum samhliða vexti greinarinnar í heild.“





Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...