Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífland hefur áburðarsölu
Fréttir 28. janúar 2016

Lífland hefur áburðarsölu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífland mun hefja innflutning tilbúins áburðar í vor og er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður upp á slíka vöru.

Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir að meginástæða þess að félagið fetar þessa braut er stefna sem mörkuð hefur verið um að geta boðið bændum landsins upp á heildarlausnir í búrekstrarvörum.

Áburðurinn er markaðssettur undir heitinu „LÍF“ og slagorðinu „Fáðu LÍF í tún og Akra“ sem vísar beint í eiginleika áburðarins og nafn Líflands.

Áburðurinn kemur frá írska fyrirtækinu Grassland Agro og uppistaða vöruframboðsins eru fjölkorna blöndur. Grassland Agro er virt fyrirtæki á írska áburðarmarkaðinum og um þeirra hendur fer um fjórðungur alls áburðar sem seldur er á Írlandi þar sem þeir reka þrjár blöndunarstöðvar.

Verða alls níu vörutegundir á boðstólunum þetta árið m.a. nokkrar selenbættar. Nánari upplýsingar um vöruúrvalið og tilhögun flutningstilboða veita söluráðgjafar Líflands. 


Verðskrá áburðar hjá Líflandi 2016

 

Skylt efni: Lífland | áburður

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...