Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Líffæri úr dýrum í menn
Fréttir 6. júní 2019

Líffæri úr dýrum í menn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í erfðatækni fleytir stöðugt fram og ekki er talið langt í að hægt verði að nota líffæri úr dýrum í menn og það styttist í að fyrstu ígræðslur af slíku tagi fari fram.

Vísindamenn í Suður-Kóreu segja að á næstunni muni þeir geta flutt hornhimnu á augum svína í menn og kollegar þeirra í Norður-Ameríku segjast bjartsýnir á að hægt verði að græða svínshúð á líkamshluta manna sem hafa brunnið illa. Auk þess sem uppi eru hugmyndir um að græða svínsnýru í fullorðið fólk sem á við nýrnavandamál að stríða og grísahjarta í ungbörn sem fæðast með hjartagalla.

Ekki ný hugmynd

Hugmyndin um að nota líffæri úr dýrum sem varahluti í menn er ekki ný af nálinni en lengi vel var talið að slíkt væri pípudraumur og óframkvæmanlegt. Í fyrstu tilraunum sem gerðar voru með að flytja líffæri úr dýrum í menn tók innan við fimm mínútur fyrir mannslíkamann að hafna líffæri úr annarri tegund.

Nýjar rannsóknir og framfarir í svonefndri Crispr-genatækni benda til að hægt sér að gabba eða blekkja mannslíkamann til að samþykkja líffæri úr öðrum dýrategundum og sérstaklega svínum.

Gríðarleg þörf fyrir ný líffæri

Tilraunir á bavíönum og öðrum tegundum prímata en mönnum sýna að apar geta lifað í allt að sex mánuði með hjarta úr svíni sem grætt er í dýrin með hjálp nýjustu erfðatækni. 

Aðstandendur rannsóknanna binda miklar vonir við að fljótlega verði hægt að gera tilraunir á mönnum enda markaður fyrir líffæraskipti stór. Í Bandaríkjunum einum bíða yfir 75 þúsund manns eftir líffæraskiptum og þar í landi er talið að tuttugu manns á biðlistum vegna líffæraskipta látist daglega.

Í dag þurfa þeir sem bíða eftir líffæraskiptum að bíða eftir því að einhver með líffæri sem líkami þeirra sættist við látist. Verði aftur á móti hægt að nýta líffæri úr dýrum til líffæraskipta munu lífslíkur hundruð þúsunda manna um allan heim aukast gríðarlega.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...