Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Nemar á blómaskreytingabrautinni útbúa fallegar skreytingar sem prýða Garðyrkjuskólann.
Fréttir 18. október 2021

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum

Nú er nýafstaðin verkefnavika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Nemendur fá þá verklega kennslu í ýmsum fögum og fara í heimsóknir í gróðrarstöðvar og önnur fyrirtæki sem tengjast garðyrkjunáminu, vinna verklegar æfingar og spreyta sig á ýmsum verkefnum. Í öllum hornum eru nemendahópar við störf, á námskeiðum eða í annarri fræðslu. Hér eru nokkrar svipmyndir sem sýna brot af því sem nemendur tóku sér fyrir hendur.

Mynd 1) Molta úr mötuneytinu á Reykjum ásamt stoðefni er notuð í ræktunartilraunir í gróðurhúsunum. Mynd 2) Athugun á mismunandi jarðvegsblöndum með lífrænum og tilbúnum áburði og uppeldi elriplantna. Mynd 3) Hálmur úr iðnaðarhampi sem ræktaður var á Reykjum sl. sumar, ætlaður til jarðgerðarverkefna.

Mynd 1) Fuglaskoðunarferðir eru fastur liður í kennslu í dýrafræði. Mynd 2) Skrúðgarðyrkjunemar við æfingar í verknámshúsi. Mynd 3) Býflugnarækt er kennd á Reykjum. Hér er verið að setja saman ramma í býflugnabú.

Skógtækninemar fræðast um öryggisatriði í meðferð véla til grisjunar og skógarhöggs.

Garð- og skógarplöntubrautin við plöntugreiningar og fræsöfnun á Reykjum.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.