Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi
Gleðilegt sumar, ágæti lesandi, og takk fyrir veturinn sem hefur verið á margan hátt ögrandi og ekki síður gefandi. Það hefur verið venja í gegnum árin að Garðyrkjuskólinn bjóði heim á sumardaginn fyrsta og var svo í ár. En nú er staðan sú að öllum starfsmönnum skólans hefur verið sagt upp og framtíð námsins og starfseminnar óljós.