Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leyfi fyrir Desis,  Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX falla úr gildi
Fréttir 1. ágúst 2017

Leyfi fyrir Desis, Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX falla úr gildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar ákvarðana Umhverfis­stofnunar um breytingar á gildistíma tímabundinna skráninga fyrir plöntueitur eða plöntuverndarvörum hefur tímabundið leyfi til skráningar á eftirfarandi efna fallið úr gildi, Desis,  Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX.

Í tilkynningu á vef umhverfis­stofnunnar segir að við gildistöku efnalaga númer 61/2013 þann 17. apríl 2013 hafi fallið úr gildi allar skráningar varnaefna samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerðar númer 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra.

Tímabundin skráning

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði efnalaga var hægt að sækja um tímabundna skráningu fyrir plöntuverndarvörur sem voru á skrá við gildistöku þeirra. Sem stendur hafa 113 plöntuverndarvörur leyfi til þess að vera á markaði hérlendis á grundvelli þessa ákvæðis.

Reglugerð númer 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntu­verndar­vörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru ríki á Evrópska efna­hags­svæðinu á grundvelli til­skipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (EB) númer 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011.

Reglugerðin brúar bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað.

Markaðsleyfi um plöntueitur

Reglugerð númer 544/2015 um plöntu­verndarvörur var sett til innleiðingar á reglugerð (EB) númer 1107/2009 um setningu plöntu­verndarvara á markað. Reglugerðin nær til þeirra plöntuverndarvara er innihalda virk efni sem voru áhættumetin á vettvangi ESB eftir þann 14. júní 2011.

Í kjölfar ákvarðana Umhverfis­­stofnunar um breytingar á gildis­tíma tíma­bund­inna skráninga fyrir plöntu­vernd­arvörum kem­ur fram í að:

Tímabundin skráning T-2013-016 fyrir plöntu­verndar­vöruna Decis fellur úr gildi þann 31.10.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 30.4.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 30.4.2020.

Tímabundin skráning T-2014-012 fyrir plöntuverndarvöruna Afalon fellur úr gildi þann 31.7.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 31.1.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 31.1.2020.

Tímabundin skráning T-2013-011 fyrir plöntuverndarvöruna Rovral Aquaflo fellur úr gildi þann 31.10.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 30.4.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 30.4.2020. 

Tímabundin skráning T-2014-034 fyrir plöntuverndarvöruna Harmony 50 SX féll úr gildi þann 6.7.2017. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 31.1.2018. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 31.1.2019. 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...