Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu
Mynd / Heimild / Gallup
Fréttir 23. janúar 2020

Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændablaðið kemur vel út úr nýrri lestrarkönnun Gallup sem kynnt var á dögunum. 
Á landsbyggðinni segjast 41,9% fólks hafa lesið Bændablaðið en þar á eftir kemur Fréttablaðið með 21,9% meðallestur. Morgunblaðið, sem áður hafði sterka stöðu á landsbyggðinni, mælist nú einungis með 19% lestur en 25,5% á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið eykur hlut sinn á höfuðborgarsvæðinu en þar er lesturinn 21,9% en var 20,4% á sama tímabili í fyrra.
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið í öðru sæti yfir landið allt
 
Þegar lestur yfir landið allt er skoðaður er Fréttablaðið í efsta sæti en 37% landsmanna lesa það að staðaldri. Bændablaðið kemur þar á eftir með 29,2% lestur og síðan er Morgunblaðið í þriðja sæti með 23,2% lestur. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup
 
Önnur blöð eru minna lesin yfir allt landið. DV mælist með 7,2% lestur, Viðskiptablaðið 8%, Stundin með 10,4% og Mannlíf með 17,7%.
 
Blaðalestur dalar
 
Töluverðar breytingar hafa orðið á lestri prentmiðla á síðustu árum og fer hann minnkandi. Í lok árs 2017 mældist Fréttablaðið með 43,8% lestur á landsvísu og Morgunblaðið með 25,6%. Bændablaðið heldur nokkurn veginn sínu en munur á lestri er vart marktækur á milli 2017 og 2019, er nú 29,2% sem áður segir. 
 
Fleiri karlar en konur lesa blaðið
 
Karlar eru líklegri til þess að lesa Bændablaðið en konur. Þriðjungur íslenskra karlmanna les blaðið en um fjórðungur kvenna.
 
Ríflega 24% þeirra sem eru með háskólapróf lesa Bændablaðið og 37,4% þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Eldri aldurshópar virðast tryggari lesendur en þeir yngri. Aðeins 10,5% ungs fólks á aldrinum 20–29 ára les Bændablaðið en 41,1% þeirra sem eru á aldrinum 50–59 ára. Rúmlega helmingur fólks yfir sextugu les Bændablaðið að staðaldri, eða 53,4%. 
 
Könnunin var gerð á síðasta ársfjórðungi 2019 af markaðs­rannsóknum Gallup.
 
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...