Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. janúar 2023

Langflestar nýskráðar dráttarvélar fjórhjól

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á liðnu ári voru 838 ný ökutæki flutt til landsins sem Samgöngustofa skráði sem dráttarvél. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sést að sex vinsælustu tegundirnar eru merki eins og Can-Am, Polaris o.fl., sem í daglegu tali nefnast fjórhjól.

164 af ökutækjunum í áður­ nefndum flokki ganga fyrir dísel og eitt sem gengur fyrir metan, og má reikna með að hefðbundnar dráttarvélar séu á bak við þær tölur.

Af þeim er vinsælasta tegundin indverski smávélaframleiðandinn Solis, með 42 nýskráð eintök. Þar á eftir kemur New Holland með 21 vél, Valtra með 20, Claas með 19, Massey Ferguson með 16 og John Deere með 14 nýskráðar vélar.

Aðrir framleiðendur seldu færri vélar. Case IH og Kubota seldu sex eintök hvor. Deutz Fahr og Fendt fimm hvor og Hattat þrjú. Branson, Daedong, Iseki, McCormic og Zetor seldu eina nýja dráttarvél hver.

Skylt efni: dráttarvélar

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...