Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. janúar 2023

Langflestar nýskráðar dráttarvélar fjórhjól

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á liðnu ári voru 838 ný ökutæki flutt til landsins sem Samgöngustofa skráði sem dráttarvél. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sést að sex vinsælustu tegundirnar eru merki eins og Can-Am, Polaris o.fl., sem í daglegu tali nefnast fjórhjól.

164 af ökutækjunum í áður­ nefndum flokki ganga fyrir dísel og eitt sem gengur fyrir metan, og má reikna með að hefðbundnar dráttarvélar séu á bak við þær tölur.

Af þeim er vinsælasta tegundin indverski smávélaframleiðandinn Solis, með 42 nýskráð eintök. Þar á eftir kemur New Holland með 21 vél, Valtra með 20, Claas með 19, Massey Ferguson með 16 og John Deere með 14 nýskráðar vélar.

Aðrir framleiðendur seldu færri vélar. Case IH og Kubota seldu sex eintök hvor. Deutz Fahr og Fendt fimm hvor og Hattat þrjú. Branson, Daedong, Iseki, McCormic og Zetor seldu eina nýja dráttarvél hver.

Skylt efni: dráttarvélar

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...