Landslið í hestaíþróttum fyrir HM í Berlín
Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín hefur verið kynnt. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið. Við val á landsliðinu var horft til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þessum þremur mótum. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Fjórir knapar urðu heimsmeistarar 2017, þeir hafa rétt til að verja sína titla á HM í Berlín og eiga því öruggt sæti í liðinu. Sjö knapar eru valdir í íþróttakeppni í flokki fullorðinna og fimm knapar í ungmennaflokki. Að auki verða sex hross frá Íslandi í kynbótasýningu á mótinu.
Heimsmeistarar frá 2017
Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey keppa í fjórgangi og töltiGústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti frá Innri-Skeljabrekku keppa í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti
Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru keppa í 100m skeiði, gæðingaskeiði og 250m skeiði
Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
Fullorðnir
Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi keppa í 250m skeiði, gæðingaskeiði og 100m skeiði
Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum keppa í 100m skeiði og 250m skeiði
Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum keppa í tölti og fjórgangi
Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum keppa í fimmgangi, tölti og gæðingaskeiði
Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi keppa í gæðingaskeiði, 100m skeiði og 250m skeiði
Ungmenni
Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk keppa í tölti og fjórgangi
Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði keppa í gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m skeiði
Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum keppa í fimmgangi, gæðingaskeiði, slaktaumatölti og 100m skeiði
Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu keppa í fjórgangi og slaktaumatölti
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum keppa í fimmgangi og gæðingaskeið
Kynbótahross
Elja frá Sauðholti 7v. og eldri, knapi Árni Björn Pálsson
Nói frá Stóra-Hofi 7v. og eldri, knapi Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr frá Hásæti 6v., knapi Eyrún Ýr Pálsdóttir
Spaði frá Barkarstöðum 6v., knapi Helga Una Björnsdóttir
Mjallhvít frá Þverholtum 5v., knapi Þórður Þorgeirsson
Hamur frá Hólabaki 5v., knapi Tryggvi Björnsson
Hestarnir fara með Icelandair Cargo áleiðis til Berlínar þann 29. júlí og þeim fylgja nokkrir knapar og fulltrúi landsliðsnefndar. Landsliðið flýgur svo út 31. júlí og mótið hefst með setningarathöfn sunnudaginn 4. ágúst.
Landsliðið í hestaíþróttum var kynnt í verslun Líflands fyrir skömmu en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins.