Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Mynd / Aðsent
Fréttir 21. september 2020

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viðurkenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell  sem hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfismálum.

Félagið  var stofnað 23. júní 1998.  Stofnfélagar voru um 40 talsins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hektara landsvæði.

Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía segir að umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags- og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn.

Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun heldur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði.

Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar  og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskólans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. 

„Skógfell er samfélags- og gróðurvænt félag sem bætir á metnaðarfullan hátt umhverfið og bæjarbraginn.Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...