Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Mynd / Aðsent
Fréttir 21. september 2020

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viðurkenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell  sem hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfismálum.

Félagið  var stofnað 23. júní 1998.  Stofnfélagar voru um 40 talsins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hektara landsvæði.

Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía segir að umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags- og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn.

Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun heldur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði.

Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar  og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskólans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. 

„Skógfell er samfélags- og gróðurvænt félag sem bætir á metnaðarfullan hátt umhverfið og bæjarbraginn.Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...