Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Mynd / Aðsent
Fréttir 21. september 2020

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viðurkenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell  sem hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfismálum.

Félagið  var stofnað 23. júní 1998.  Stofnfélagar voru um 40 talsins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hektara landsvæði.

Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía segir að umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags- og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn.

Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun heldur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði.

Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar  og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskólans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. 

„Skógfell er samfélags- og gróðurvænt félag sem bætir á metnaðarfullan hátt umhverfið og bæjarbraginn.Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...