Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landgræðslan fékk umhverfisverðlaun Ölfus
Fréttir 26. apríl 2016

Landgræðslan fékk umhverfisverðlaun Ölfus

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra afhenti Landgræðslunni á sumardaginn fyrsta,  umhverfisverðlaun Ölfus við hátíðlega athöfn á Reykjum í Ölfusi í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Verðlaunin eru nú veitt í sjötta sinn en það er Sveitarfélagið Ölfus sem veitir verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í umhverfsmálum. Við afhendinguna rakti forsætisráðherra sögu sandgræðslu við Þorlákshöfn og sagði að samfélagið í Þorlákshöfn ætti landgræðslustarfi tilvist sína að þakka. 

Sigurður Ingi sagði að í upphafi landgræðslustarfs í Þorlákshöfn hefðu aðeins tvær fjölskyldur búið á staðnum en nú væri þar mikil útgerð, fiskvinnsla og blómlegt mannlíf með á annað þúsund íbúa. Ráðherra gat um að ávallt hefði verið frábært og umfangsmikið samstarf á milli Landgræðslunnar og sveitarfélagsins um uppgræðsluframkvæmdir. Verðlaunagripinn gerði Dagný Magnúsdóttir.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...