Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Fréttir 18. júlí 2023

Landbúnaður á norðurslóðum til umræðu í Færeyjum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framlag búskapar á norðurslóðum til sjálfbærra staðbundinna lífhagkerfa er yfirskrift ráðstefnu Samtaka jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin verður í Færeyjum í september næstkomandi.

Ráðstefnan átti fyrst að fara fram í júlí á síðasta ári en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mun þetta vera ellefta landbúnaðarráðstefna samtakanna CAA sem stofnuð voru árið 1995.

Á ráðstefnunni er skapaður umræðuvettvangur um landbúnað á norðurslóðum á víðum grundvelli. Meðal efnisþátta verða tæknivæðing í landbúnaði og aðgengi að mörkuðum, plöntukynbætur og genafjölbreytileiki, möguleikar nýrra landflæða sem skapast vegna loftslagsbreytinga og samspil ferðaþjónustu og staðbundinnar framleiðslu.

Í viðtali við Bændablaðið árið 2021 sagði Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna CAA, að ráðstefnan væri hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðarmálum á norðurslóðum.

Ráðstefnan mun fara fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn daganna 5.–7. september og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna: cirumpolaragriculture.com.

Skylt efni: circumpolar

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...