Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Fréttir 18. júlí 2023

Landbúnaður á norðurslóðum til umræðu í Færeyjum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framlag búskapar á norðurslóðum til sjálfbærra staðbundinna lífhagkerfa er yfirskrift ráðstefnu Samtaka jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin verður í Færeyjum í september næstkomandi.

Ráðstefnan átti fyrst að fara fram í júlí á síðasta ári en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mun þetta vera ellefta landbúnaðarráðstefna samtakanna CAA sem stofnuð voru árið 1995.

Á ráðstefnunni er skapaður umræðuvettvangur um landbúnað á norðurslóðum á víðum grundvelli. Meðal efnisþátta verða tæknivæðing í landbúnaði og aðgengi að mörkuðum, plöntukynbætur og genafjölbreytileiki, möguleikar nýrra landflæða sem skapast vegna loftslagsbreytinga og samspil ferðaþjónustu og staðbundinnar framleiðslu.

Í viðtali við Bændablaðið árið 2021 sagði Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna CAA, að ráðstefnan væri hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðarmálum á norðurslóðum.

Ráðstefnan mun fara fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn daganna 5.–7. september og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna: cirumpolaragriculture.com.

Skylt efni: circumpolar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...