Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaði í EFTA-ríkjunum verði ekki fórnað með ívilnunum
Fréttir 29. nóvember 2018

Landbúnaði í EFTA-ríkjunum verði ekki fórnað með ívilnunum

Samtök bænda í EFTA-ríkjunum hafa sent þeim ráðherrum sem fara með málefni landbúnaðar í þeirra löndum alvarlegar athugasemdir varðandi hugsanlegar ívilnanir um innflutning landbúnaðarvara í viðskiptasamningum við ríki í Suður-Ameríku.  
 
Málið snýst um viðskipta­samninga EFTA-ríkjanna við svonefnd Mercosur-ríki í Suður-Ameríku sem eru Brasilía, Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ. Þar er verið að fara inn í sjöttu lotu þeirra viðræðna og óttast formenn bændasamtaka í EFTA-löndunum Liechtenstein, Sviss, Íslandi og Noregi að samningarnir geti haft mikil áhrif á verðlag með neikvæðum afleiðingum fyrir landbúnaðarframleiðslu í sínum ríkjum. 
 
Rauð strik af hálfu bænda
 
Setja bændur í EFTA-ríkjunum því rautt strik hvað varðar slíka samninga og segja að bændur muni ekki samþykkja ívilnanir er snerta landbúnaðarframleiðslu. 
 
Í bréfi sem sent hefur verið til Torbjørn Røe Isaksen, matvælaráðherra Noregs, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands, dr. Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Bundesrat Johann Schneider – Ammann, viðskipta- og landbúnaðarráðherra Sviss, segir að bændur samþykki engar ívilnanir. 
 
Við ofurefli í viðskiptum með landbúnaðarvörur að ræða
 
Óttast formenn bændasamtaka EFTA-ríkjanna að Mercosur-samningarnir muni grafa undan landbúnaði og lífsskilyrðum í dreifðari byggðum í þeirra löndum. Benda þeir á að Mercosur-löndin séu meðal öflugustu útflutningsríkja heims á landbúnaðarafurðum. Brasilía sé t.d. stærsti útflytjandi heims á nautakjöti. Andspænis þessum ríkjum standi bændur í EFTA-löndunum sem byggja að mestu á rekstri lítilla fjölskyldubúa. Meðalbústærð í Sviss sé t.d.  25 kýr á um 20 hekturum lands. Í Liechtenstein er meðalbúið 37 kýr á 36 hekturum, á Íslandi 46 kýr á 25 hekturum og 25 kýr í Noregi. Framleiðslukostnaður í þessum löndum sé hár og landfræðilega sé landbúnaður í þessum löndum háður köldu loftslagi. Í yfirlýsingu formannanna segir m.a.:
 
Gæti eyðilagt viðkvæman fjölskyldubúskap EFTA-ríkjanna 
 
„Jafnvel þótt land­bún­aðarframleiðsla í okkar löndum sé lítil sem hlutfall af vergri þjóðarfram­leiðslu (GDP), þá er hún mikilvæg bæði út frá fæðu­öryggissjónarmiðum, umhverfissjónarmiðum og líffræðilegri fjölbreytni. Frumfram­leiðslan og úrvinnsluiðnaðurinn er mikilvægur í atvinnusköpun í dreifðum byggðum EFTA-landanna. Lönd okkar hafa lágt sjálfbærnihlutfall í framleiðslu landbúnaðarafurða (um 40%) og aukinn innflutningur frá Mercosur-löndunum mun veikja það hlutfall enn frekar. Um leið og loftslagsbreytingar gera matvælaframleiðslu viðkvæmari, þá verður það sífellt mikilvægara að tryggja matvælaframleiðslu í öllum heimshlutum. 
 
Umhverfissjónarmið ásamt lögfræðilegum og félagslegum væntingum um fæðuöryggi, dýraheilbrigði og aðbúnað eru mikil. Það veldur sífellt auknum kostnaði. Allir þessir þættir gera okkar landbúnaði erfitt fyrir að keppa við framleiðslu frá Mercosur-löndunum. Það hafa einnig verið vaxandi áhyggjur af hálfu umhverfissinna í Mercosur-löndunum  um að samningur á milli þeirra landa og EFTA-ríkjanna muni stefna fjölskyldubúskap í Mercosur-löndunum í hættu. 
 
Áður en gert er samkomulag ættu yfirvöld í okkar ríkjum að gera mat á áhrifum sem slíkur samningur myndi hafa á okkar landbúnað sem og að meta umhverfisáhrif slíks samnings. Það á ekki að sætta sig við að slíkur samningur hafi neikvæð áhrif og ber að stöðva viðræður ef það er raunin.“ 
Landbúnaði í EFTA-ríkjunum verði ekki fórnað
 
Í niðurlagi bréfa formanna bændasamtaka EFTA-ríkjanna segir að niðurstöður samningaviðræðna um viðskiptasamning eigi ekki að leiða til þess að landbúnaði EFTA-ríkjanna verði fórnað og fjölskyldur bænda sviptar sínu lífsviðurværi. 
 
„Við ætlumst til að þið virðið okkar rauðu strik. Ívilnanir til handa Mercosur-ríkjunum mega ekki hafa neikvæð áhrif á okkar landbúnaðarframleiðslu. EFTA-markmið varðandi fæðuöryggi, dýravelferð og að vera án erfðabreyttra matvæla (GMO) verður að virða. Við bændur í EFTA-ríkjunum, ætlumst til að okkar ríkisstjórnir skrifi ekki undir samning sem grefur undan landbúnaðarframleiðslu í okkar löndum.“ 
 
Undir þetta ritar Marcus Vogt, formaður Bændasamtaka Liechtenstein (VBO), Markus Ritter, formaður Bændasamtaka Sviss (SBV), Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Lars Petter Bartnes, formaður Bændasamtaka Noregs (NB). 
 
 

6 myndir:

Skylt efni: EFTA | Mercosur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...