Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaðarráðherra Íraks, Abbas Jabur Al-Maliky, smakkaði á þurrkuðu íslensku lambakjöti sem Birgir Þórarinsson færði honum á dögunum.
Landbúnaðarráðherra Íraks, Abbas Jabur Al-Maliky, smakkaði á þurrkuðu íslensku lambakjöti sem Birgir Þórarinsson færði honum á dögunum.
Mynd / BÞ
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður landbúnaðarráðherranum Abbas Jabur Al-Maliky lambakjötsvöru frá Íslandi. Í framhaldi barst honum fyrirspurn sem gætu leitt til mögulegra viðskipta.

„Ég var í sendinefnd frá Kanada með kanadískum þingmanni og auk þess fulltrúum frá Bretlandi. Við áttum fund með forseta Íraks og nokkrum ráðherrum. Ég óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta landbúnaðarráðherrann þar sem ég vildi kynna fyrir honum íslenska lambakjötið. Ráðherrann tók mér mjög vel og var greinilega áhugasamur. Áður en ég lagði í ferðina fékk ég pakka hér heima frá Icelandic Lamb markaðsstofu, með ýmsum upplýsingum um lambakjötið og síðan sýnishorn af þurrkuðu lambakjöti eða Lamb Jerky frá Norðlenska. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku að fá að smakka á þurrkuðu íslensku lambakjöti í Írak,“ segir Birgir.

Eftir heimsókn sína fékk Birgir svo orðsendingu með beiðni um frekari upplýsingar um lambakjötsframleiðslu á Íslandi.

„Eftir að ég var kominn heim fékk ég fyrirspurn frá landbúnaðarráðuneytinu í Írak um hversu mikið magn við gætum skaffað. Ég sendi þeim viðbótarupplýsingar sem ég fékk frá Icelandic Lamb. Ég sá að ráðherranum þótti mikið til koma um gæði vörunnar og það að hún væri framleidd á fjölskyldubúum. Við vonum það besta, en ég mun fylgja þessu eftir.“

Hann segist hafa skynjað mikinn uppgang í Írak. „Í viðræðum mínum við ráðherrann kom meðal annars fram að Írakar eru með stórtæk áform um kornframleiðslu og hyggjast hefja kornrækt í eyðimörkinni með áveitukerfi. Þessi áform má að hluta til rekja til stríðsins í Úkraínu og áhrif þess á kornmarkaðinn í heiminum.“

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...