Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Landbúnaðarráðherra Íraks, Abbas Jabur Al-Maliky, smakkaði á þurrkuðu íslensku lambakjöti sem Birgir Þórarinsson færði honum á dögunum.
Landbúnaðarráðherra Íraks, Abbas Jabur Al-Maliky, smakkaði á þurrkuðu íslensku lambakjöti sem Birgir Þórarinsson færði honum á dögunum.
Mynd / BÞ
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður landbúnaðarráðherranum Abbas Jabur Al-Maliky lambakjötsvöru frá Íslandi. Í framhaldi barst honum fyrirspurn sem gætu leitt til mögulegra viðskipta.

„Ég var í sendinefnd frá Kanada með kanadískum þingmanni og auk þess fulltrúum frá Bretlandi. Við áttum fund með forseta Íraks og nokkrum ráðherrum. Ég óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta landbúnaðarráðherrann þar sem ég vildi kynna fyrir honum íslenska lambakjötið. Ráðherrann tók mér mjög vel og var greinilega áhugasamur. Áður en ég lagði í ferðina fékk ég pakka hér heima frá Icelandic Lamb markaðsstofu, með ýmsum upplýsingum um lambakjötið og síðan sýnishorn af þurrkuðu lambakjöti eða Lamb Jerky frá Norðlenska. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla lukku að fá að smakka á þurrkuðu íslensku lambakjöti í Írak,“ segir Birgir.

Eftir heimsókn sína fékk Birgir svo orðsendingu með beiðni um frekari upplýsingar um lambakjötsframleiðslu á Íslandi.

„Eftir að ég var kominn heim fékk ég fyrirspurn frá landbúnaðarráðuneytinu í Írak um hversu mikið magn við gætum skaffað. Ég sendi þeim viðbótarupplýsingar sem ég fékk frá Icelandic Lamb. Ég sá að ráðherranum þótti mikið til koma um gæði vörunnar og það að hún væri framleidd á fjölskyldubúum. Við vonum það besta, en ég mun fylgja þessu eftir.“

Hann segist hafa skynjað mikinn uppgang í Írak. „Í viðræðum mínum við ráðherrann kom meðal annars fram að Írakar eru með stórtæk áform um kornframleiðslu og hyggjast hefja kornrækt í eyðimörkinni með áveitukerfi. Þessi áform má að hluta til rekja til stríðsins í Úkraínu og áhrif þess á kornmarkaðinn í heiminum.“

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...