Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Land og skógur
Fréttir 3. apríl 2023

Land og skógur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 10. mars samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu matvælaráðherra um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ný stofnun verði sett á fót undir heitinu Land og skógur.

Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna til umsagnar og verður að lokum lagt fyrir Alþingi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins segir að áfram muni sérstök lög gilda um landgræðslu annars vegar og skóga og skógrækt hins vegar. „Báðar stofnanirnar hafa stórt og vaxandi hlutverk á sviði umhverfis- og loftslagsmála og hafa verið í samstarfi á fjölmörgum sviðum. Gæti sameining stofnananna því eflt þjónustu og ráðgjöf til bænda og annarra viðskiptavina.“

Talið er að heildstæð nálgun á nýtingu lands geti flýtt framgangi verkefna, til dæmis í þágu loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni. Tækifæri verða einnig til að hagnýta gögn og rekstur landupplýsinga til öflugra rannsóknarstarfs. 

Forsaga sameiningarferilsins nær aftur til byrjun febrúar á síðasta ári, þegar nýtt matvælaráðuneyti varð til. Þá færðust Landgræðslan og Skógræktin þangað yfir úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Síðasta vor kynnti ráðuneytið svo skýrslu starfshóps um forathugun á sameiningu.

Í lok ágúst gaf Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, Land og líf, auk aðgerðaráætlunar.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...