Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og skógur
Fréttir 3. apríl 2023

Land og skógur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 10. mars samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu matvælaráðherra um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ný stofnun verði sett á fót undir heitinu Land og skógur.

Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna til umsagnar og verður að lokum lagt fyrir Alþingi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins segir að áfram muni sérstök lög gilda um landgræðslu annars vegar og skóga og skógrækt hins vegar. „Báðar stofnanirnar hafa stórt og vaxandi hlutverk á sviði umhverfis- og loftslagsmála og hafa verið í samstarfi á fjölmörgum sviðum. Gæti sameining stofnananna því eflt þjónustu og ráðgjöf til bænda og annarra viðskiptavina.“

Talið er að heildstæð nálgun á nýtingu lands geti flýtt framgangi verkefna, til dæmis í þágu loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni. Tækifæri verða einnig til að hagnýta gögn og rekstur landupplýsinga til öflugra rannsóknarstarfs. 

Forsaga sameiningarferilsins nær aftur til byrjun febrúar á síðasta ári, þegar nýtt matvælaráðuneyti varð til. Þá færðust Landgræðslan og Skógræktin þangað yfir úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Síðasta vor kynnti ráðuneytið svo skýrslu starfshóps um forathugun á sameiningu.

Í lok ágúst gaf Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, Land og líf, auk aðgerðaráætlunar.

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...