Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flughöfnin í Nuuk.
Flughöfnin í Nuuk.
Fréttir 14. ágúst 2019

Lán til endurbóta á flugvöllum á Grænlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norræni fjárfestingabankinn og Kalaallit Airports International A/S á Grænlandi hafa skrifað undir samning um að bankinn láni 63,3 milljónir evra til tuttugu ára til framkvæmda við flugvöllinn.

Lánið, sem jafngildir tæpum níu milljörðum íslenskra króna, á að nota til uppbyggingar og endurbóta á alþjóðaflugvöllunum í Nuuk og Ilulissat og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á haustmánuðum 2023.

Meðal framkvæmda við flug­völlinn í Nuuk er ný 2.200 metra flugbraut og ný flugstöð með flugturni og aðstöðu fyrir farþega. Láninu er einnig ætla að fjármagna 2.200 metra flugbraut í Ilulissat og flugstöðvarbyggingu með flugturni og aðstöðu fyrir farþega.

Eftir að framkvæmdum lýkur verður flugvöllurinn í Nuuk helsti alþjóðaflugvöllurinn á Grænlandi.
Kalaallit Airports International A/S er 66,67% hluta í eigu grænlensku stjórnarinnar en danska ríkið á 33,33% hlut í fyrirtækinu. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...