Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arna María Hálfdánardóttir rekur ís- og kaffibarinn Örnu á Eiðistorgi.
Arna María Hálfdánardóttir rekur ís- og kaffibarinn Örnu á Eiðistorgi.
Mynd / smh
Fréttir 17. febrúar 2017

Laktósafríi ísinn fellur í kramið

Höfundur: smh
„Við opnuðum 5. nóvember síðastliðinn og getum ekki sagt annað en að þetta byrji vel,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, sem rekur Örnu ís- og kaffibar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. 
 
„Allar vörurnar hjá okkur eru laktósafríar og eru notaðar Örnu-mjólkurvörurnar til þess. 
 
Arna mjólkurvinnsla framleiðir svo allan ís fyrir okkur. 
 
Hugmyndin að laktósafrírri ísbúð kom til þegar endurteknar tilraunir til þess að koma laktósafrírri ísblöndu í ísbúðir sem nú þegar eru til staðar báru ekki árangur,“ segir Arna um aðdragandann að því að Arna ís- og kaffibar var opnað. 
 
Lokaverkefnið viðskiptaáætlun fyrir ís- og kaffibarinn
 
Arna María er dóttir Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Örnu mjólkurvinnslu, og hefur verið viðloðandi fyrirtækið frá byrjun en fyrirtækið fagnaði þriggja ára starfsafmæli í september síðastliðinn. 
 
„Ég hef bæði verið að vinna á skrifstofunni fyrir vestan yfir sumartímann en einnig í markaðsmálum og öðru tilfallandi samhliða skólanum hérna fyrir sunnan. 
 
Ég lauk námi í viðskipta- og markaðsfræði síðasta vor og var lokaverkefnið mitt einmitt markaðs- og viðskiptaáætlun fyrir laktósafría ísbúð og kaffihús.“
 
Góðar viðtökur
 
Eigandi Örnu ís- og kaffibars er Jón von Tetzchner. „Jón er frá Seltjarnarnesi og hefur verið að fjárfesta og vinna að uppbyggingu á nesinu, hann stofnaði meðal annars sprotasetrið Innovation House sem er líka staðsett á Eiðistorgi. 
 
Honum þótti húsnæðið vera tilvalið til að hrinda hugmyndinni um laktósafría ísbúð í framkvæmd og var í framhaldinu ákveðið að setja á fót laktósafrítt kaffihús og ísbúð. 
 
Þetta fer bara mjög vel af stað hjá okkur og við höfum fengið góðar viðtökur. Íbúar á Nesinu hafa verið duglegir að koma sem og annars staðar frá en eins höfum við verið að fá til okkar eitthvað af hópum, sem er mjög skemmtilegt.“ 
 
Átta ístegundir í boði í einu
 
„Við erum alltaf með átta ístegundir í borðinu í einu, en við erum með fjölbreyttar bragðtegundir. Við erum með þessa hefðbundnu kaffidrykki, ýmislegt meðlæti, brauð, kökur og annað bakkelsi en eins bjóðum við upp á súpur, samlokur og fleira. Við reynum að hafa framboðið af veitingum sambærilegt og boðið er upp á í hefðbundnum ísbúðum og kaffihúsum,“ segir Arna.
 
Ís- og kaffibarinn Arna er opinn virka daga frá níu á morgnana til níu á kvöldin en tíu til níu um helgar. 
 
Fjórar af átta ístegundum sem voru í boði þegar ljósmyndari kom í heimsókn.
 
Notaleg stemning er á Ís- og kaffibarnum.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f