Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjötkompanísins, við undirritun samningsins. Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og áhugamaður um íslenskt lambakjöt, er vottur að
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjötkompanísins, við undirritun samningsins. Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og áhugamaður um íslenskt lambakjöt, er vottur að
Fréttir 2. september 2019

KS tryggir Kjötkompaníinu nægt íslenskt lambakjöt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­­­­stjóri Kjöt­kompanís­ins og Ágúst Andrésson, for­stöðumaður  Kjöt­­afurða­stöðvar Kaupfélags Skag­firðinga, hafa  undirritað samning þar sem KS skuld­bindur sig til að sjá Kjöt­kompaníinu fyrir íslensku lamba­kjöti. Samningurinn gildir frá 1. september 2019 til 1. september 2020.

Ágúst segir að með undirritun samningsins hafi Kjötkompaníið og Kjötafurðastöð KS gert með sér viðskiptasamkomulag sem tryggir Kjötkompaníinu nægt magn af íslensku lambakjöti til 1. september 2020. Í samningnum segir meðal annars að KS tryggi að ekki verði skortur á íslenskum lambahryggjum í verslunum Kjötkompanísins á samningstímanum.
„Kjötkompaníið hefur ekki verið í lambakjötsviðskiptum við okkur áður,“ segir Ágúst og bætir við að

þess vegna hafi þeir liðið skort undanfarið. „Kjötkompaníið hefur sýnt mikinn metnað í því að hafa íslenskt lambakjöt á boðstólum og við viljum tryggja að viðskiptavinir þess geti gengið að íslensku lambakjöti vísu.“

Jón Örn sagði í tilefni undir­ritun­arinnar að samningurinn tryggði Kjötkompaníinu íslenskt lambakjöt árið um kring frá september til september og að hann vonaði að svo yrði næstu árin. „Fyrir okkur skiptir miklu að geta starfað í umhverfi þar sem við erum örugg með að fá hráefni fyrir okkar starfsemi.“ Jón Örn segir að eftir tíu ár viti þeir nokkurn veginn hvað þeir þurfi af kjöti á ári. „Magnið hefur reyndar verið að aukast ár frá ári og magnið núna er milli 60 og 70 tonn af lambakjöti.“

Að sögn Jóns hefur Kjötkompaníið alltaf lagt áherslu á að vinna með íslenskt lambakjöt. „Við höfum alltaf gert mikið úr íslenska lambinu og lagt áherslu á nýstárlega vöruþróun á framsetningu, kryddi og kryddun. Við erum því mjög ánægð með þennan nýja samning og að geta andað rólega yfir því að nóg sé til af íslensku kjöti og bjartir tímar fram undan.“

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...