Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjötkompanísins, við undirritun samningsins. Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og áhugamaður um íslenskt lambakjöt, er vottur að
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Kjötkompanísins, við undirritun samningsins. Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og áhugamaður um íslenskt lambakjöt, er vottur að
Fréttir 2. september 2019

KS tryggir Kjötkompaníinu nægt íslenskt lambakjöt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­­­­stjóri Kjöt­kompanís­ins og Ágúst Andrésson, for­stöðumaður  Kjöt­­afurða­stöðvar Kaupfélags Skag­firðinga, hafa  undirritað samning þar sem KS skuld­bindur sig til að sjá Kjöt­kompaníinu fyrir íslensku lamba­kjöti. Samningurinn gildir frá 1. september 2019 til 1. september 2020.

Ágúst segir að með undirritun samningsins hafi Kjötkompaníið og Kjötafurðastöð KS gert með sér viðskiptasamkomulag sem tryggir Kjötkompaníinu nægt magn af íslensku lambakjöti til 1. september 2020. Í samningnum segir meðal annars að KS tryggi að ekki verði skortur á íslenskum lambahryggjum í verslunum Kjötkompanísins á samningstímanum.
„Kjötkompaníið hefur ekki verið í lambakjötsviðskiptum við okkur áður,“ segir Ágúst og bætir við að

þess vegna hafi þeir liðið skort undanfarið. „Kjötkompaníið hefur sýnt mikinn metnað í því að hafa íslenskt lambakjöt á boðstólum og við viljum tryggja að viðskiptavinir þess geti gengið að íslensku lambakjöti vísu.“

Jón Örn sagði í tilefni undir­ritun­arinnar að samningurinn tryggði Kjötkompaníinu íslenskt lambakjöt árið um kring frá september til september og að hann vonaði að svo yrði næstu árin. „Fyrir okkur skiptir miklu að geta starfað í umhverfi þar sem við erum örugg með að fá hráefni fyrir okkar starfsemi.“ Jón Örn segir að eftir tíu ár viti þeir nokkurn veginn hvað þeir þurfi af kjöti á ári. „Magnið hefur reyndar verið að aukast ár frá ári og magnið núna er milli 60 og 70 tonn af lambakjöti.“

Að sögn Jóns hefur Kjötkompaníið alltaf lagt áherslu á að vinna með íslenskt lambakjöt. „Við höfum alltaf gert mikið úr íslenska lambinu og lagt áherslu á nýstárlega vöruþróun á framsetningu, kryddi og kryddun. Við erum því mjög ánægð með þennan nýja samning og að geta andað rólega yfir því að nóg sé til af íslensku kjöti og bjartir tímar fram undan.“

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...