Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Fréttir 12. ágúst 2021

Kostnaður við dreifingu Bændablaðsins á lögbýli eykst um 90%

Íslandspóstur hefur einhliða tilkynnt útgefanda Bændablaðsins verð- og skilmálabreytingar sem taka gildi næstu mánaðamót.

Þær fela í sér hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á lögbýli um tæplega 90%. Útgefandi blaðsins hefur mótmælt breytingunum og fundað með forráðamönnum Íslandspósts. Fyrirtækið þvertekur fyrir að draga áform um hækkanir til baka. Bændur hafa óskað eftir fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. 

5 milljóna króna hækkun á ári

Bændablaðið hefur frá stofnun þess verið borið út til allra bænda landsins og hefur Íslandspóstur annast það verk. Um er að ræða svokallaða fjöldreifingu á lögbýli þar sem pósturinn fer ómerktur til bænda. Í sumarbyrjun var útgefanda greint frá því að frá og með 31. ágúst yrði viðskiptaskilmálum breytt og allir afslættir á fjölpósti felldir niður.

Um er að ræða dreifingu á um 5.400 eintökum Bændablaðsins en þjónusta Íslandspósts hefur hingað til kostað um 220 þúsund krónur fyrir hvert tölublað. Eftir verðbreytingar mun áætlaður kostnaður nema 415 þúsund krónum í hvert skipti sem blaðið kemur út. Tímariti Bændablaðsins er dreift með sama hætti og hækkar sömuleiðis dreifingarkostnaður þess umtalsvert. Alls koma út 24 tölublöð af Bændablaðinu á ári. Samtals þýðir skilmála- og verðbreyting Íslandspósts um 5 milljóna króna hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á ársgrundvelli.

Íslandspóstur situr fast við sinn keip 

Bændasamtökin, sem útgefandi Bændablaðsins, báðu strax um fund með Íslandspósti þar sem farið var yfir málin og óskað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Fundurinn var haldinn um miðjan júní en í júlíbyrjun barst skriflegt svar frá forstöðumanni söludeildar Íslandspósts þar sem sagði að ákvörðun um nýja verðskrá yrði ekki breytt og hún tæki gildi 1. september. Í rökstuðningi Íslandspósts fyrir hækkuninni segir að hún sé til komin vegna „aukins kostnaðar og fækkunar dreifingardaga“.

Óskað eftir fundi með ráðherra 

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að samtökin hafi í júlí óskað eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. Sá fundur stóð yfir þegar blaðið fór í prentun.

„Við viljum fá frekari skýringar á þessari gríðarlegu hækkun og vonumst til þess að málið leysist farsællega svo lesendur verði ekki fyrir skertri þjónustu hjá þessu mest lesna blaði á landsbyggðinni,“ segir Vigdís Häsler.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...