Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Verkefni matvælaráðuneytisins um kortlagningu ræktarlanda verður unnið á grunni þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti síðasta vor um landsskipulagsstefnu áranna 2024 til 2038.
Verkefni matvælaráðuneytisins um kortlagningu ræktarlanda verður unnið á grunni þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti síðasta vor um landsskipulagsstefnu áranna 2024 til 2038.
Mynd / smh
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verkefnið verður unnið á grunni þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti síðasta vor um landsskipulagsstefnu áranna 2024 til 2038 og tekur einnig mið af þeim áherslum sem birtast í landbúnaðarstefnu til ársins 2040 og samþykkt var á Alþingi í júní 2023.

Áhersla lögð á góð ræktarlönd

Markmið kortlagningarinnar verður að gæði ræktunarlands verði kortlögð út frá bestu fáanlegu gögnum og nýtist við skipulagsgerð sveitarfélaga og við aðra stefnumótun um landnotkun til að tryggja megi fæðuöryggi.

Land verður flokkað í fjóra flokka í samræmi við leiðbeiningar um flokkun á landbúnaðarlandi, sem gefnar voru út í mars 2021, en þær unnu þau Guðni Þ. Þorvaldsson, Guðrún Lára Sveinsdóttir og Salvör Jónsdóttir fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að megináhersla verði lögð á land sem skilgreint er í flokkana „mjög gott ræktunarland“ og „gott ræktunarland“ en land sem fellur í þessa flokka kunni að verða undirstaða fæðuöryggis til lengri tíma litið. Byggt verði á fyrirliggjandi gögnum og eins og kostur er, í samræmi við áðurnefndar útgefnar leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands.

Afurð verkefnisins verði landupplýsingagrunnur sem sveitarfélög geta nýtt við flokkun á landbúnaðarlandi og stefnumörkun um nýtingu í skipulagsáætlunum í samræmi við lög.

Landupplýsingagrunnurinn verður í sameiginlegri umsjón Lands og skógar og Skipulagsstofnunar.

Undirstaða skipulagsgerðar

Landsskipulagsstefna var unnin á grundvelli skipulagslaga og laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Hún felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum fyrir landið í heild og er útfærð með skipulagsgerð sveitarfélaganna, auk haf- og strandsvæða. Í landsskipulagsstefnu er gert ráð fyrir að alltaf sé uppfærð stefna um skipulag miðhálendisins, en einnig samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, sveitarstjórnarmál, húsnæðismál, náttúruvernd og orkunýtingu.

Í umfjöllun Bændablaðsins um landsskipulagsstefnuna í desember á síðasta ári var haft eftir Ólafi Árnasyni, forstjóra Skipulagsstofnunar, að sveitarfélög eigi að taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu við skipulagsgerð sína. Ákvæði séu í skipulagslögum um að sveitarfélög skuli gera það við gerð skipulagsáætlana eða breytinga á þeim – og beri þeim að samræma þær landsskipulagsstefnunni innan fjögurra ára frá samþykkt hennar.

Í landsskipulagsstefnu er gert ráð fyrir að allt ræktunarland sem hentar til matvælaframleiðslu sé kortlagt, með það að markmiði að standa vörð um gott ræktunarland til að tryggja fæðuöryggi.

Tilgangurinn er að stuðla að því að landsþekjandi upplýsingar liggi fyrir sem verði undirstaða fyrir skipulagsgerð sveitarfélaganna og að sá gagnagrunnur sem verður til sé uppfærður eftir því sem upplýsingar verða betri.

Skylt efni: ræktarland

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f