Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kortlagning ræktunarlands
Mynd / ghp
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 15 ára verði lögð fyrir Alþingi nú í desember.

Á grundvelli hennar mun allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verða kortlagt, sem sveitarfélögum ber að taka mið af í skipulagi sínu og standa vörð um. Vonir standa til að stefnan verði samþykkt fyrir næsta vor.

Í endurskoðaðri lands­skipulags­stefnu, sem nú verður lögð fyrir Alþingi, eru áherslur mjög sambærilegar gildandi stefnu hvað varðar vernd landbúnaðarlands en er þó gert enn hærra undir höfði.

Nýrri stofnun, Landi og skógi, sem formlega verður til um næstu áramót með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, verður falið að kortleggja allt ræktunarland sem hentar til matvælaframleiðslu í samstarfi við Skipulagsstofnun. Markmiðið er að standa vörð um gott ræktunarland til að tryggja fæðuöryggi.

Með þessari vinnu er ætlunin að stuðla að því að landsþekjandi upplýsingar liggi fyrir sem verða undirstaða fyrir skipulagsgerð sveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir að vinnan standi yfir á árunum 2024 til 2025 og að sá gagnagrunnur sem verður til sé uppfærður jafnt og þétt eftir því sem upplýsingar verði betri. /smh

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20-22 í nýútkomnu Bændablaði.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f