Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Kortlagning ræktunarlands
Mynd / ghp
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 15 ára verði lögð fyrir Alþingi nú í desember.

Á grundvelli hennar mun allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verða kortlagt, sem sveitarfélögum ber að taka mið af í skipulagi sínu og standa vörð um. Vonir standa til að stefnan verði samþykkt fyrir næsta vor.

Í endurskoðaðri lands­skipulags­stefnu, sem nú verður lögð fyrir Alþingi, eru áherslur mjög sambærilegar gildandi stefnu hvað varðar vernd landbúnaðarlands en er þó gert enn hærra undir höfði.

Nýrri stofnun, Landi og skógi, sem formlega verður til um næstu áramót með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, verður falið að kortleggja allt ræktunarland sem hentar til matvælaframleiðslu í samstarfi við Skipulagsstofnun. Markmiðið er að standa vörð um gott ræktunarland til að tryggja fæðuöryggi.

Með þessari vinnu er ætlunin að stuðla að því að landsþekjandi upplýsingar liggi fyrir sem verða undirstaða fyrir skipulagsgerð sveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir að vinnan standi yfir á árunum 2024 til 2025 og að sá gagnagrunnur sem verður til sé uppfærður jafnt og þétt eftir því sem upplýsingar verði betri. /smh

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20-22 í nýútkomnu Bændablaði.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...