Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kortlagning ræktunarlands
Mynd / ghp
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 15 ára verði lögð fyrir Alþingi nú í desember.

Á grundvelli hennar mun allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verða kortlagt, sem sveitarfélögum ber að taka mið af í skipulagi sínu og standa vörð um. Vonir standa til að stefnan verði samþykkt fyrir næsta vor.

Í endurskoðaðri lands­skipulags­stefnu, sem nú verður lögð fyrir Alþingi, eru áherslur mjög sambærilegar gildandi stefnu hvað varðar vernd landbúnaðarlands en er þó gert enn hærra undir höfði.

Nýrri stofnun, Landi og skógi, sem formlega verður til um næstu áramót með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, verður falið að kortleggja allt ræktunarland sem hentar til matvælaframleiðslu í samstarfi við Skipulagsstofnun. Markmiðið er að standa vörð um gott ræktunarland til að tryggja fæðuöryggi.

Með þessari vinnu er ætlunin að stuðla að því að landsþekjandi upplýsingar liggi fyrir sem verða undirstaða fyrir skipulagsgerð sveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir að vinnan standi yfir á árunum 2024 til 2025 og að sá gagnagrunnur sem verður til sé uppfærður jafnt og þétt eftir því sem upplýsingar verði betri. /smh

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20-22 í nýútkomnu Bændablaði.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...