Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. ágúst 2020

Kórónasmituðum minkum verður ekki slátrað

Höfundur: ehg – landbrugsavisen.dk
Nýlega var þúsundum minka á þremur minkabúum á Norður-Jótlandi í Danmörku slátrað eftir að upp komst um kórónusmit á búunum. Nú hafa dönsk yfir­völd gefið út að hér eftir verði kórónasmituðum minkum ekki slátrað heldur verða starfsmenn búanna skyldaðir til að bera munnbindi við störf. 
 
Nýju reglurnar, sem taka gildi nú í júlí, þýða aukið vægi sjúkdómsvöktunar á dýrunum og að hindra smit. Nú verða allir starfsmenn minkabúa í landinu að bera munnbindi, hanska og nota sótthreinsispritt en með því minnka líkurnar á að smit berist. Allar heimsóknir á minkabú í landinu eru nú bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú í Danmörku, sem eru um 1.200 talsins, að skila inn sýnum frá sínum búum í þrjár vikur. Hingað til hefur Matvælastofnun í landinu framkvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur á tíunda hverju minkabúi í landinu svo nú verður aukið enn frekar í sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt hefur verið með því að eigendur og starfsmenn minkabúa í landinu fari reglulega í sýnatökur til að koma í veg fyrir og stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 
 
 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...