Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. ágúst 2020

Kórónasmituðum minkum verður ekki slátrað

Höfundur: ehg – landbrugsavisen.dk
Nýlega var þúsundum minka á þremur minkabúum á Norður-Jótlandi í Danmörku slátrað eftir að upp komst um kórónusmit á búunum. Nú hafa dönsk yfir­völd gefið út að hér eftir verði kórónasmituðum minkum ekki slátrað heldur verða starfsmenn búanna skyldaðir til að bera munnbindi við störf. 
 
Nýju reglurnar, sem taka gildi nú í júlí, þýða aukið vægi sjúkdómsvöktunar á dýrunum og að hindra smit. Nú verða allir starfsmenn minkabúa í landinu að bera munnbindi, hanska og nota sótthreinsispritt en með því minnka líkurnar á að smit berist. Allar heimsóknir á minkabú í landinu eru nú bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú í Danmörku, sem eru um 1.200 talsins, að skila inn sýnum frá sínum búum í þrjár vikur. Hingað til hefur Matvælastofnun í landinu framkvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur á tíunda hverju minkabúi í landinu svo nú verður aukið enn frekar í sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt hefur verið með því að eigendur og starfsmenn minkabúa í landinu fari reglulega í sýnatökur til að koma í veg fyrir og stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 
 
 
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.