Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. ágúst 2020

Kórónasmituðum minkum verður ekki slátrað

Höfundur: ehg – landbrugsavisen.dk
Nýlega var þúsundum minka á þremur minkabúum á Norður-Jótlandi í Danmörku slátrað eftir að upp komst um kórónusmit á búunum. Nú hafa dönsk yfir­völd gefið út að hér eftir verði kórónasmituðum minkum ekki slátrað heldur verða starfsmenn búanna skyldaðir til að bera munnbindi við störf. 
 
Nýju reglurnar, sem taka gildi nú í júlí, þýða aukið vægi sjúkdómsvöktunar á dýrunum og að hindra smit. Nú verða allir starfsmenn minkabúa í landinu að bera munnbindi, hanska og nota sótthreinsispritt en með því minnka líkurnar á að smit berist. Allar heimsóknir á minkabú í landinu eru nú bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú í Danmörku, sem eru um 1.200 talsins, að skila inn sýnum frá sínum búum í þrjár vikur. Hingað til hefur Matvælastofnun í landinu framkvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur á tíunda hverju minkabúi í landinu svo nú verður aukið enn frekar í sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt hefur verið með því að eigendur og starfsmenn minkabúa í landinu fari reglulega í sýnatökur til að koma í veg fyrir og stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 
 
 
Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...