Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heimsóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. ágúst 2020

Kórónasmituðum minkum verður ekki slátrað

Höfundur: ehg – landbrugsavisen.dk
Nýlega var þúsundum minka á þremur minkabúum á Norður-Jótlandi í Danmörku slátrað eftir að upp komst um kórónusmit á búunum. Nú hafa dönsk yfir­völd gefið út að hér eftir verði kórónasmituðum minkum ekki slátrað heldur verða starfsmenn búanna skyldaðir til að bera munnbindi við störf. 
 
Nýju reglurnar, sem taka gildi nú í júlí, þýða aukið vægi sjúkdómsvöktunar á dýrunum og að hindra smit. Nú verða allir starfsmenn minkabúa í landinu að bera munnbindi, hanska og nota sótthreinsispritt en með því minnka líkurnar á að smit berist. Allar heimsóknir á minkabú í landinu eru nú bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú í Danmörku, sem eru um 1.200 talsins, að skila inn sýnum frá sínum búum í þrjár vikur. Hingað til hefur Matvælastofnun í landinu framkvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur á tíunda hverju minkabúi í landinu svo nú verður aukið enn frekar í sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt hefur verið með því að eigendur og starfsmenn minkabúa í landinu fari reglulega í sýnatökur til að koma í veg fyrir og stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 
 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...