Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Fréttir 18. janúar 2023

Kornbændum fjölgaði milli ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Alls fengu 283 kornræktendur jarðræktarstyrk fyrir ræktun síðasta árs, samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu. Það eru 15 fleiri en fengu slíkan styrk árið 2021 og telst fjölgunin vera um 5,3 prósent.

Land til kornræktar var hins vegar aukið um 12 prósent, úr 3.036 hekturum í um 3.450 hektara – eins og fram kom í umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar kom einnig fram að uppskerumagn á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meira af þurru korni en árið 2021, eða alls 9.500 tonn sem er um 3,1 tonn á hektara.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Fjöldi kornræktenda er svipaður frá ári til árs. Árið 2020 voru ræktendur tveimur færri en á síðasta ári, en átta fleiri árið 2019, eða alls 281. Árið 2018 voru þeir hins vegar tveimur færri en árið 2021, eða 266.

Því virðist lítil sem engin fjölgun vera í greininni sé horft til síðustu ára, sem kemur heim og saman við það sem haft er eftir Eiríki Loftssyni, jarðræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í áðurnefndri umfjöllun í síðasta tölublaði.

Þar taldi hann að skýringuna á meira umfangi í kornræktinni á síðasta ári mætti finna í hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum og að hlýtt sumar árið 2021 hafi hvatt þá bændursemfyrirvoruíkornrækttil að auka umfang sinnar ræktunar.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...