Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað þar sem þeir setja skeljarnar saman og nota sem skjól.
Kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað þar sem þeir setja skeljarnar saman og nota sem skjól.
Fréttir 29. maí 2018

Kolkrabbar komu til jarðar sem egg utan úr geimnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga hefur sent frá sér skýrslu þar sem líkur eru að því að kolkrabbar hafi upphaflega þróast á annarri plánetu og borist til jarðar sem egg utan úr geimnum fyrir nokkur hundruð milljónum ára.

Kenning líffræðinganna sem birtist í tímaritinu Progress in Biophysics and Molecular Biology er tvímælalaust umdeild og að margra mati tómt rugl en engu að síður athygliverð fyrir áhugafólk um rómatíska geimnáttúrufræði.

Geimský lífrænna efna

Í greininni segir að fyrir um 500 milljón árum hafi orðið gríðarleg aukning í lífi á jörðinni og að hugsanlegt sé að plánetan hafi farið í gegnum ský af lífrænu efni sem að hluta til hefur loðað við plánetuna og náð að dafna.

Líffræðingarnir benda á að fyrstu ummerki um kolkrabba á jörðinni séu 270 milljón ára gamlar og því mögulegt að þeir hafi borist til jarðar 230 milljón árum eftir að jörðin fór í gegnum fyrrnefnda geimsúpu af lífrænum efnum á kambríumtímabilinu. Það sem meira er að kolkrabbar virðast hafa þróast óvenju hratt í þá mynd sem þeir halda enn í dag eftir að þeir komu fyrst fram.

Stór heili og flókið taugakerfi

Máli sínu til stuðnings segja líffræðingarnir að heili kolkrabba og augu sé óvenju stór fyrir hryggleysingja. Auk þess sé hæfileiki þeirra til að skipta um lit í samræmi við umhverfi sitt óvenjulegur.

Kolkrabbar sýna óvenjulega útsjónarsemi. Sést hefur til þeirra losa lok af krukkum, sem þeir hafa verið lokaðir inni í, innan frá, skríða upp úr geymslukerum á rannsóknarstofum og leita uppi niðurfall og sleppa þannig úr prísundinni. Í nýlegu myndbandi sjást kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað. Seinna sást til kolkrabbanna þar sem þeir fóru aftur á staðinn þar sem þeir geymdu skeljarnar, settu þær saman og notuðu sem skjól. Allt greinileg merki um vitsmuni og getuna til að læra og leysa verkefni.

Óvenjuleg genasamsetning

Genasamsetning kolkrabba er sögð vera óvenjuleg og flókin. Að sögn höfunda greinarinnar er mögulegt að hluti genanna sé tiltölulega nýtilkominn til jarðarinnar sem frjó kolkrabbaegg úr víðáttum geimsins.

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...