Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað þar sem þeir setja skeljarnar saman og nota sem skjól.
Kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað þar sem þeir setja skeljarnar saman og nota sem skjól.
Fréttir 29. maí 2018

Kolkrabbar komu til jarðar sem egg utan úr geimnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga hefur sent frá sér skýrslu þar sem líkur eru að því að kolkrabbar hafi upphaflega þróast á annarri plánetu og borist til jarðar sem egg utan úr geimnum fyrir nokkur hundruð milljónum ára.

Kenning líffræðinganna sem birtist í tímaritinu Progress in Biophysics and Molecular Biology er tvímælalaust umdeild og að margra mati tómt rugl en engu að síður athygliverð fyrir áhugafólk um rómatíska geimnáttúrufræði.

Geimský lífrænna efna

Í greininni segir að fyrir um 500 milljón árum hafi orðið gríðarleg aukning í lífi á jörðinni og að hugsanlegt sé að plánetan hafi farið í gegnum ský af lífrænu efni sem að hluta til hefur loðað við plánetuna og náð að dafna.

Líffræðingarnir benda á að fyrstu ummerki um kolkrabba á jörðinni séu 270 milljón ára gamlar og því mögulegt að þeir hafi borist til jarðar 230 milljón árum eftir að jörðin fór í gegnum fyrrnefnda geimsúpu af lífrænum efnum á kambríumtímabilinu. Það sem meira er að kolkrabbar virðast hafa þróast óvenju hratt í þá mynd sem þeir halda enn í dag eftir að þeir komu fyrst fram.

Stór heili og flókið taugakerfi

Máli sínu til stuðnings segja líffræðingarnir að heili kolkrabba og augu sé óvenju stór fyrir hryggleysingja. Auk þess sé hæfileiki þeirra til að skipta um lit í samræmi við umhverfi sitt óvenjulegur.

Kolkrabbar sýna óvenjulega útsjónarsemi. Sést hefur til þeirra losa lok af krukkum, sem þeir hafa verið lokaðir inni í, innan frá, skríða upp úr geymslukerum á rannsóknarstofum og leita uppi niðurfall og sleppa þannig úr prísundinni. Í nýlegu myndbandi sjást kolkrabbar í Indlandshafi safna klofnum kókoshnetuskeljum og flytja þær á einn stað. Seinna sást til kolkrabbanna þar sem þeir fóru aftur á staðinn þar sem þeir geymdu skeljarnar, settu þær saman og notuðu sem skjól. Allt greinileg merki um vitsmuni og getuna til að læra og leysa verkefni.

Óvenjuleg genasamsetning

Genasamsetning kolkrabba er sögð vera óvenjuleg og flókin. Að sögn höfunda greinarinnar er mögulegt að hluti genanna sé tiltölulega nýtilkominn til jarðarinnar sem frjó kolkrabbaegg úr víðáttum geimsins.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...