Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Butru í Fljótshlíð hefur fyrsta verkefni Kolefnisbrúarinnar verið hleypt af stokkunum.
Á Butru í Fljótshlíð hefur fyrsta verkefni Kolefnisbrúarinnar verið hleypt af stokkunum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrstu aðilarnir sem hefja skógræktarverkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar.

Oddný Steina Valsdóttir.

Það er ráðgjafarfyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands og skógarbændafélaganna víða um land sem miðar að framleiðslu kolefniseininga.

Oddný segir markmiðið með skógræktinni ekki einungis að græða landið og mynda skjól, heldur sjái þau fyrir sér að með tíð og tíma geti sala kolefniseininga orðið ein af tekjustoðum búsins þegar kolefnismarkaðir nái fullum þroska. Núna byggist búskapur þeirra á sauðfjárrækt og eru þau farin að þreifa aðeins fyrir sér í ferðaþjónustu.

Valdefling bænda

„Hlutverk Kolefnisbrúarinnar finnst mér vera að veita bændum ráðgjöf og valdefla þá í þeim ákvörðunum sem þeir þurfa að taka í kringum þetta.“ Öll vinnan við gróðursetningu og efniskostnaðurinn sé í höndum Oddnýjar og Ágústs, á meðan Kolefnisbrúin veiti ráðgjöf við atriði eins og skjalavinnslu, samningsgerð og skrásetningu.

„Ef maður er á annað borð að fara í skógrækt, því ekki að framleiða einingar?“ segir Oddný.

Verandi leikmaður sé ekki einfalt að átta sig á hvaða leið sé best. Því finnist henni mikilvægt að Kolefnisbrúin sé í höndum samtaka bænda og henni finnist hún geta treyst því að ráðgjöfin sé af fullum heilindum. Þýðingarmikið sé að verkefnin og frumkvæðið að þeim sé á forsendum frumframleiðanda eininganna, ekki eingöngu kaupenda eða milliliða. Það skipti máli þar sem gera megi ráð fyrir framleiðslu talsverðra verðmæta til framtíðar.

Oddný bendir á að markaðir með kolefniseiningar séu það sem koma skal. Hvort sem fólki finnist kaup og sala með þessar einingar rökréttar eða ekki, þá sé þetta ein af lausnunum sem settar hafa verið fram á heimsvísu til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Í Kolefnisbrúnni sé lagt upp úr að mæla nákvæmlega með viðurkenndum aðferðum hversu mikil kolefnisbinding eigi sér stað og fá vottun þriðja aðila um að sannarlega sé eitthvað á bak við kolefniseiningarnar sem þau framleiða.

„Það er ekki hægt að kalla þetta grænþvott. Skógurinn verður að vaxa upp til þess að þetta verði raunverulegar einingar.“

Ábatinn kemur ekki strax

Aðspurð af hverju hún myndi mæla með þessari leið fyrir aðra bændur, þá segir Oddný að Kolefnisbrúin sé líkleg til að gera skógrækt ábatasama til framtíðar. Ólíkt hefðbundnum skógræktarverkefnum þá fái bændur í Kolefnisbrúnni ekki greitt fyrir að gróðursetja, heldur sé gert ráð fyrir að tekjurnar komi síðar þegar skógurinn fer að binda kolefni.

Helsti ókosturinn við þetta sé að framleiðsluferlið sé langt og það geti liðið talsverður tími frá því farið er af stað í skógrækt þangað til að kolefniseiningarnar verða til. Erlendis hafi verið nokkuð um að landeigendur fái greitt fyrir fram þegar trjám er plantað, en þá sé kaupandinn búinn að tryggja sér kolefniseiningar í bið og landeigandinn hafi ekkert með þær að gera.

Aðspurð um hvenær hún geri ráð fyrir að skógræktin fari að skila tekjum, þá segir Oddný þeim ekki liggja á að selja kolefniseiningarnar, en þau gætu selt svokallaðar einingar í bið núna strax finnist kaupandi. Eftir tíu til tuttugu ár verði mikill vöxtur í skóginum og þá verði mesta verðmætasköpunin.

„Við sáum þetta sem fýsilega leið. Við getum gert þetta á tiltölulega ódýran hátt þó að við séum að leggja hellings vinnu í þetta. Mér finnst mjög traustvekjandi að hafa Kolefnisbrú Bændasamtakanna með í liði. Ég myndi hvetja bændur, ef þeir eru að hugsa sér að fara í kolefnisbindingarverkefni, að skoða leið Kolefnisbrúarinnar,“ segir Oddný.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...