Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Mynd / npr.org
Fréttir 26. október 2022

Kolefnisbinding og uppskera í hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfismál eru flókið samspil þar sem huga þarf að mörgum ólíkum þáttum.

Auknir þurrkar víða um heim ógna ekki bara matvælaöryggi því þeir hafa einnig letjandi áhrif á möguleika á að auka kolefnisbindingu með því að planta út trjám.

Bændur víða um heim hafa áhyggjur af spám um áframhaldandi og aukna þurrka á næstu árum vegna breytinga á veðurfari. Að sögn bænda ógnuðu þurrkar síðastliðið sumar uppskeru ávaxta og grænmeti.

Lítil úrkoma á Bretlandseyjum í haust og að spár geri ráð fyrir áframhaldandi þurrkum gerir illt verra. Bændur hafa því lítinn aðgang að vatnsbirgðum auk þess sem grunnvatnsstaða er lág og ekki er gert ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni.

Talsmenn bænda segja að stjórnvöld verði að aðstoða þá við að skipuleggja vatnsnotkun og það hvernig á að beina vatni á svæði þar sem ræktaðar eru plöntur sem þurfa mikið vatn.

Stjórnvöld hafa bent á að skortur á vatni muni að öllum líkindum draga úr möguleikum Breta til kolefnisjöfnunar með útplöntun á trjám þar sem tré þurfa mikið vatn.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...