Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Mynd / npr.org
Fréttir 26. október 2022

Kolefnisbinding og uppskera í hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfismál eru flókið samspil þar sem huga þarf að mörgum ólíkum þáttum.

Auknir þurrkar víða um heim ógna ekki bara matvælaöryggi því þeir hafa einnig letjandi áhrif á möguleika á að auka kolefnisbindingu með því að planta út trjám.

Bændur víða um heim hafa áhyggjur af spám um áframhaldandi og aukna þurrka á næstu árum vegna breytinga á veðurfari. Að sögn bænda ógnuðu þurrkar síðastliðið sumar uppskeru ávaxta og grænmeti.

Lítil úrkoma á Bretlandseyjum í haust og að spár geri ráð fyrir áframhaldandi þurrkum gerir illt verra. Bændur hafa því lítinn aðgang að vatnsbirgðum auk þess sem grunnvatnsstaða er lág og ekki er gert ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni.

Talsmenn bænda segja að stjórnvöld verði að aðstoða þá við að skipuleggja vatnsnotkun og það hvernig á að beina vatni á svæði þar sem ræktaðar eru plöntur sem þurfa mikið vatn.

Stjórnvöld hafa bent á að skortur á vatni muni að öllum líkindum draga úr möguleikum Breta til kolefnisjöfnunar með útplöntun á trjám þar sem tré þurfa mikið vatn.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...