Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.  Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2020

Klóblaðka er nýuppgötvaður rauðþörungur við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, ásamt vísindamönnum við Náttúru­gripasafnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land. Þörungurinn, sem hefur hlotið nafnið klóblaðka, er blaðlaga, getur orðið 30 til 40 sentímetra langur og 10 til 25 sentímetra breiður.

Í frétt á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að þörungurinn sé áberandi í fjörum, sérstaklega við Suðvesturland, en finnst einnig víða við vesturströndina, við Vestfirði og hefur fundist á einum stað við Norðurland. Þörungurinn fannst fyrst við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi, um aldamótin 1900.

Þörungurinn var þá talinn tilheyra áður þekktri tegund. Það reyndist síðar rangt. Í ljós kom að hér var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.

Tegundin hefur hlotið nafnið Schizymenia jonssonii á latínu til minningar um Sigurð Jónsson þörungafræðing og á íslensku er hún nefnd klóblaðka.

Karl Gunnarsson, þörungasérfræðingur Hafrannsókna­stofn­unar, segir að nú sé verið að skrásetja alla þörunga sem vaxa við Ísland og að við nánari skoðun á þessum þörungi hafi komið í ljós að um nýja tegund sé að ræða, eða öllu heldur tegund sem áður hafði verið rangt greind. Hann segir að við skráninguna hafi fundist tvær aðrar tegundir sem ekki hafi verið greindar hér við land áður. „Þær eru reyndar smáar og lifa inni í öðrum þörungum og þarf því ekki að koma á óvart að þær hafi ekki verið greindar áður.“

Fundurinn kemur á óvart

Norður-Atlantshafið er sennilega best þekkta svæði í heiminum hvað varðar grunnsævislífverur vegna langrar og samfelldrar sögu rannsókna á þörungum og dýrum á grunnsævi í Norður-Evrópu. Það kemur því verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er skyldi hafa farið fram hjá rannsakendum og ekki uppgötvast um hvaða tegund var að ræða fyrr en nú.

Góður matþörungur

Erfðagreining leiddi í ljós að þörungurinn getur vaxið ýmist sem skorpa eða verið blaðlaga og er líklega um að ræða mismunandi ættliði í æxlunarferli tegundarinnar.

Þess má geta að klóblaðka er góður matþörungur og að í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar við Grindavík eru um þessar mundir í gangi tilraunir með ræktun klóblöðku til matar, í samvinnu við Hyndlu ehf.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...