Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöti verður minna en neysla hér heima í náinni framtíð. „Nauðsynlegt er fyrir afurðastöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um framleiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Gunnar segir ástæðu þess að framboð verði ekki til að fullnægja innanlandsmarkaðinum minni ásetning gripa. Nýverið var haft eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, að miðað við kjötframleiðslu í landinu stefni í skort á íslensku svína-, nauta- og kindakjöti á næstu árum.

Gunnar segir að slíkt sé ekki sýnilegt þar sem heimildir til innflutnings eru umtalsverðar. „Það er aftur á móti umhugsunarvert af hverju afurðaverð hafi ekki haldið í við kostnaðarauka við frumframleiðslu hér á landi. Í framleiðslu er nauðsynlegt að hafa skýra framtíðarsýn og áætlanir um hvað markaðurinn þarf annars vegar og verð til framleiðenda hins vegar.

Það er ekki langt síðan að afurðageirinn var með skilaboð til framleiðenda að draga úr framleiðslu þar sem vitnað var til að um verulega birgðasöfnun væri að ræða og nauðsynlegt að draga úr framleiðslu, þetta var nefnt í frétt frá janúar 2021. En á grunni nautakjöts tekur rúm tvö ár að ala naut til slátrunar.

Nauðsynlegt er fyrir afurðastöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um framleiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar. Stöndum vörð um okkar framleiðslu á grundvelli fæðuöryggis til lengri tíma og heilnæmar landbúnaðarvörur.“

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...