Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 22. október 2020

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vestmannaeyjum sem áhugabændur eiga.  Um er að ræða útigangskindur, sem una hag sínum vel á klettinum. 

Svavar Steingrímsson, sem er 84 ára, er eldhress Vestamannaeyingur, sem gengur nánast á hverjum degi upp á Heimaklett sér til ánægju og yndisauka til að heilsa upp á kindurnar. Hann er alltaf með brauð í poka og það líkar þeim vel. Kindurnar, sem eru um 45, eru flestar styggar og ekki mikið gefnar fyrir fólk á klettinum en öðru gegnir um Svavar, það er nóg að hann flauti einu sinni eða tvisvar út í loftið og þá koma þær hlaupandi úr öllum áttum til hans og hópast í kringum hann til að fá brauðmola. 

Það hefur margoft sýnt sig að ef einhverjir aðrir flauta og þótt þeir séu með brauð með sér, þá láta kindurnar sér fátt um finnast og sýna engin viðbrögð, þær koma bara ef Svavar flautar.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.