Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 22. október 2020

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vestmannaeyjum sem áhugabændur eiga.  Um er að ræða útigangskindur, sem una hag sínum vel á klettinum. 

Svavar Steingrímsson, sem er 84 ára, er eldhress Vestamannaeyingur, sem gengur nánast á hverjum degi upp á Heimaklett sér til ánægju og yndisauka til að heilsa upp á kindurnar. Hann er alltaf með brauð í poka og það líkar þeim vel. Kindurnar, sem eru um 45, eru flestar styggar og ekki mikið gefnar fyrir fólk á klettinum en öðru gegnir um Svavar, það er nóg að hann flauti einu sinni eða tvisvar út í loftið og þá koma þær hlaupandi úr öllum áttum til hans og hópast í kringum hann til að fá brauðmola. 

Það hefur margoft sýnt sig að ef einhverjir aðrir flauta og þótt þeir séu með brauð með sér, þá láta kindurnar sér fátt um finnast og sýna engin viðbrögð, þær koma bara ef Svavar flautar.

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels...

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina
Fréttir 23. nóvember 2020

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina

Í byrjun næsta árs mun verkefnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugsað fyrir stjó...

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldu...

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hær...

Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjör...

Búið að skera niður 38 geitur og kið
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Fréttir 20. nóvember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...