Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 22. október 2020

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vestmannaeyjum sem áhugabændur eiga.  Um er að ræða útigangskindur, sem una hag sínum vel á klettinum. 

Svavar Steingrímsson, sem er 84 ára, er eldhress Vestamannaeyingur, sem gengur nánast á hverjum degi upp á Heimaklett sér til ánægju og yndisauka til að heilsa upp á kindurnar. Hann er alltaf með brauð í poka og það líkar þeim vel. Kindurnar, sem eru um 45, eru flestar styggar og ekki mikið gefnar fyrir fólk á klettinum en öðru gegnir um Svavar, það er nóg að hann flauti einu sinni eða tvisvar út í loftið og þá koma þær hlaupandi úr öllum áttum til hans og hópast í kringum hann til að fá brauðmola. 

Það hefur margoft sýnt sig að ef einhverjir aðrir flauta og þótt þeir séu með brauð með sér, þá láta kindurnar sér fátt um finnast og sýna engin viðbrögð, þær koma bara ef Svavar flautar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...