Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kína semur við Ísrael um kaup á rannsóknastofuræktuðu kjöti
Fréttir 27. október 2017

Kína semur við Ísrael um kaup á rannsóknastofuræktuðu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kína og Ísrael hafa gert með sér samkomulag um að Kínverjar kaupi rannsóknastofuræktað kjöt fyrir 300 milljón Bandaríkjadali, eða rúma 31,5 milljarða íslenskra króna, frá Ísrael.

Margir dýraverndunarsinnar líta á kjöt sem er ræktað á rannsóknarstofu eða þar til gerðri kjötræktarstöð sem gríðarleg framför í dýraverndarmálum þar sem ekki þarf þá lengur að ala gripi til slátrunar.

Kjötrækt til að draga úr eldi

Í yfirlýsingu frá kínverskum stjórnvöldum er hugmyndin að baki samningnum að draga úr búfjáreldi og kjötneyslu í landinu.

Rannsóknastofukjöt, sem stundum er kallað biokjöt, er framleitt á rannsóknastofum með því að framrækta frumur úr dýrum og búa til úr þeim hakk eða steikur. Hörðustu grænmetisætur hafa snúist gegn hugmyndinni vegna þess að kjötið er ræktað úr dýrafrumum en flestir dýraverndunarsinnar fagna henni.

Áhugamenn um kjötrækt segja að samningurinn muni fleyta miklu fé til rannsókna á kjötrækt og opna fyrir nýja markaði fyrir kjötið.

Þrátt fyrir að í dag sé biokjöt ræktað úr lifandi frumum dýra er vonast til að áður en lengt er liðið muni vera hægt að rækta kjötið frá grunni úr gerviefni eða nokkurs konar kjötlíki.

Minni losun kolefna

Meðal þeirra kosta sem kjötrækt er sögð hafa fram yfir hefðbundið búfjáreldi er að ræktin er sögð skila margfalt minna af kolefni út í andrúmsloftið en hefðbundin kjötframleiðsla. Auk þess sem land skilar meiru af sér með ræktun á nytjaplöntum en búfé.

Þrátt fyrir að Kína hafi ekki til þessa talist með umhverfisvænstu löndum í heimi er samningnum því víða fagnað sem spor í rétta átt. Fyrirtækin sem sjá um ræktina heita SuperMeat, Future Meat Technologies og Meat the Future.

Kínverjar, sem eru um 1,4 milljarðar að tölu, flytja inn kjöt fyrir um 10 milljarða Bandaríkjadali, rúman milljarð íslenskra króna, á ári. Þar er því um gríðarlegan markað að ræða þrátt fyrir að stjórnvöld stefni að því að minnka kjötneyslu í landinu um 50%.

Í dag er áætlað að 14,5% af kolefni sem berst í andrúmsloftið á ári sé tilkomið vegna búfjáreldis til kjötframleiðslu. Aukin neysla á ræktuðu kjöti gæti því verulega dregið úr losun kolefnis út í andrúmsloftið og dregið úr hækkun lofthita í heiminum og afleiðingum hans. 

Skylt efni: Kína | Ísrael | kjötrækt

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.