Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun
Fréttir 1. ágúst 2019

Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun

Höfundur: Vilmundur Hansen

KS hefur ákveðið að flýta lambaslátrun um viku til að mæta þörfum markaðarins fyrir lambakjöti. Slátrun hjá KS mun því hefjast 9. ágúst næst komandi og mun nýtt lambakjöt verða komið í verslanir 12. ágúst næst komandi.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í samtali við Bændablaðsins ekki enn ákveðið hversu mörgum lömbum verður slátrað fyrstu vikuna en að ákveðið hafi verið áður að slátra tíu til tólf þúsund lömbum frá 15. ágúst þar til að hefðbundin sláturvertíð hefst í byrjun september.


„Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur á undanförnum árum slátrað svo kallaðri forslátrun og byrjað hana um miðjan ágúst. Til þess hefur sú slátrun fyrst og fremst verið fyrir Ameríkumarkað. Í ljósi aðstæðna núna og kalli markaðarins hefur verið ákveðið að flýta slátruninni um viku og fer kjötið að þessu sinni á innanlandsmarkað.“

Ágúst segir að slátrunin sé að sjálfsögðu háð því að bændur séu tilbúnir að koma með fé til slátrunar á þessum tíma. 

 

 

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...