Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun
Fréttir 1. ágúst 2019

Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun

Höfundur: Vilmundur Hansen

KS hefur ákveðið að flýta lambaslátrun um viku til að mæta þörfum markaðarins fyrir lambakjöti. Slátrun hjá KS mun því hefjast 9. ágúst næst komandi og mun nýtt lambakjöt verða komið í verslanir 12. ágúst næst komandi.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í samtali við Bændablaðsins ekki enn ákveðið hversu mörgum lömbum verður slátrað fyrstu vikuna en að ákveðið hafi verið áður að slátra tíu til tólf þúsund lömbum frá 15. ágúst þar til að hefðbundin sláturvertíð hefst í byrjun september.


„Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur á undanförnum árum slátrað svo kallaðri forslátrun og byrjað hana um miðjan ágúst. Til þess hefur sú slátrun fyrst og fremst verið fyrir Ameríkumarkað. Í ljósi aðstæðna núna og kalli markaðarins hefur verið ákveðið að flýta slátruninni um viku og fer kjötið að þessu sinni á innanlandsmarkað.“

Ágúst segir að slátrunin sé að sjálfsögðu háð því að bændur séu tilbúnir að koma með fé til slátrunar á þessum tíma. 

 

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...