Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 10. nóvember 2023

Kanna fýsileika lífkolaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands fengu nýverið 15 milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði vegna verkefnis sem felst í fýsileikagreiningu á framleiðslu á lífkolum úr lífrænum úrgangi.

Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með banni á urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi, frá síðustu áramótum, skapist ákveðin vandamál við að koma tilteknum lífrænum úrgangi í viðunandi farveg; eins og til dæmis dýrahræjum og sláturúrgangi. Markmið verkefnisins verði að skoða hvort fýsilegt sé að hagnýta nýja tækni hér á landi til framleiðslu á lífkolum; sem hefði þann tvíþætta tilgang að koma þessum úrgangi í umhverfisvænan farveg og binda auk þess kolefni í orkusjálfbæru ferli sem veldur engri losun gróðurhúsalofttegunda.

Aðferðir sem eru hagnýttar í Evrópu

Bændasamtök Íslands horfa til aðferða sem hafa verið hagnýttar á meginlandi Evrópu. Þær felast í brennslu á lífrænu efni í sérhæfðum brennsluofni í loftfirrtum bruna. Engin losun er úr þessu ferli, en afurðirnar eru lífkol, sem hægt er að nota sem áburð, blanda þeim í húsdýra- og gæludýrafóður eða jafnvel íblöndunarefni í byggingariðnaði.

Í verkefnalýsingu kemur ennvfremur fram að nýleg riðusmittilfelli í Miðfirði hafi afhjúpað brýna þörf fyrir fleiri brennsluofna í landinu sem væri hægt að nota þegar aðstæður krefðust þess að dýrahræ séu brennd. Á þeim tíma, þegar farga þurfti hræjunum í Miðfirði, hafi eini brennsluofninn verið óstarfhæfur og því hafi þurft að urða riðusýkt fé sem hefði verið óviðunandi niðurstaða.

Leita verður betri leiða til förgunar

Í greinargerð með verkefninu segir að til að metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum nái fram að ganga verði að leita nýrra lausna og betri leiða til að farga dýrahræjum og sláturúrgangi, en nú sé gert. Þetta verkefni sé liður í því.

Áætlað er, að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og sláturúrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.