Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 10. nóvember 2023

Kanna fýsileika lífkolaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands fengu nýverið 15 milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði vegna verkefnis sem felst í fýsileikagreiningu á framleiðslu á lífkolum úr lífrænum úrgangi.

Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með banni á urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi, frá síðustu áramótum, skapist ákveðin vandamál við að koma tilteknum lífrænum úrgangi í viðunandi farveg; eins og til dæmis dýrahræjum og sláturúrgangi. Markmið verkefnisins verði að skoða hvort fýsilegt sé að hagnýta nýja tækni hér á landi til framleiðslu á lífkolum; sem hefði þann tvíþætta tilgang að koma þessum úrgangi í umhverfisvænan farveg og binda auk þess kolefni í orkusjálfbæru ferli sem veldur engri losun gróðurhúsalofttegunda.

Aðferðir sem eru hagnýttar í Evrópu

Bændasamtök Íslands horfa til aðferða sem hafa verið hagnýttar á meginlandi Evrópu. Þær felast í brennslu á lífrænu efni í sérhæfðum brennsluofni í loftfirrtum bruna. Engin losun er úr þessu ferli, en afurðirnar eru lífkol, sem hægt er að nota sem áburð, blanda þeim í húsdýra- og gæludýrafóður eða jafnvel íblöndunarefni í byggingariðnaði.

Í verkefnalýsingu kemur ennvfremur fram að nýleg riðusmittilfelli í Miðfirði hafi afhjúpað brýna þörf fyrir fleiri brennsluofna í landinu sem væri hægt að nota þegar aðstæður krefðust þess að dýrahræ séu brennd. Á þeim tíma, þegar farga þurfti hræjunum í Miðfirði, hafi eini brennsluofninn verið óstarfhæfur og því hafi þurft að urða riðusýkt fé sem hefði verið óviðunandi niðurstaða.

Leita verður betri leiða til förgunar

Í greinargerð með verkefninu segir að til að metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum nái fram að ganga verði að leita nýrra lausna og betri leiða til að farga dýrahræjum og sláturúrgangi, en nú sé gert. Þetta verkefni sé liður í því.

Áætlað er, að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og sláturúrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund

Tími haustlaukanna
29. ágúst 2014

Tími haustlaukanna

Siggi Dan gegn Sævari
4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí
12. september 2024

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí

Fjár- og stóðréttir 2023
24. ágúst 2023

Fjár- og stóðréttir 2023