Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Mynd / TB
Fréttir 9. apríl 2021

Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon taka tal saman í Kaupfélaginu

Fyrsta launaða sumarvinna leikarans Péturs Jóhanns Sigfússonar var sem léttapiltur á Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur. Áður hafði hann verið sendur í sveit þar sem móðir hans vildi ekki að hann mældi göturnar í borginni eins og hún orðaði það. Vinnuna í Bændahöllinni fékk Pétur Jóhann í gegnum sambönd en æskuvinur hans var Garðbæingurinn Guðmundur Steingrímsson.

„Steingrímur Hermannsson, pabbi hans, blessuð sé minning hans, hann reddaði þessari vinnu fyrir okkur báða. Hérna vorum við að pikkalóast eins og það var kallað. Þvílíkt ævintýri og nánast eins og að vera á skemmtiferðaskipi því þetta var algjör ævintýraheimur,“ segir Pétur Jóhann sem starfar nú sem móralskur leiðbeinandi hjá veitingafyrirtækinu Gleðipinnum, starf sem hann þróaði sjálfur í samvinnu við eigendur fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið þar sem kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr spjallar við Pétur Jóhann um heima og geima. Þeir ræða um sveitastörf að fornu og nýju, fyrirgreiðslupólitík af gamla skólanum, fyrrgreind pikkalóstörf Péturs Jóhanns á Hótel Sögu og um svæsin mígreniköst Jóns sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Að sjálfsögðu sitja þeir í hljóðstofu með Bændablaðið fyrir framan sig sem kveikir ótal hugmyndir og hugrenningatengsl hjá þessum gömlu vinum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hlöðunnar hér á bbl.is en einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...