Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðmundur Svavarsson.
Guðmundur Svavarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Jákvætt að tekið sé tillit til smærri framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðmundur Svavarsson, formaður Deildar kjúklingabænda, fagnar því að stjórnvöld bregðist nú við alvarlegu ástandi í landbúnaði, vegna gríðarlegrar hækkunar aðfanga til landbúnaðarframleiðslu.

„Þetta er skref í rétta átt til að viðhalda framleiðslugetu bænda og fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig stuðlar þetta að minni hækkunarþörf út á markað til neytenda.

Á síðasta ári voru framleidd 9.244 tonn af alifuglakjöti í landinu. Það þarf 2 tonn af fóðri til að framleiða 1 tonn af kjöti og því má gefa sér að það hafi þurft um 18.500 tonn fóðurs til framleiðslunnar.

Skýrsla spretthópsins segir fóðurverð hafa hækkað um 30% undanfarna mánuði. Sú hækkun hefur í för með sér u.þ.b. 630 milljón kr. hækkun á fóðurreikning alifuglaræktarinnar á ársgrundvelli.

Stuðningur til greinarinnar upp á 160 milljónir kr. er því u.þ.b. 25% þess kostnaðarauka sem orðið hefur í greininni vegna fóðurverðshækkunarinnar einnar og sér. Þá eru ótaldar aðrar hækkanir aðfanga, t.d. flutningar, olía, umbúðir, laun og fjármagnskostnaður.

Þótt það þjóni kannski ekki hagsmunum þeirra sem stærri eru í greininni og að almennt ætti jafnræði að ríkja finnst mér jákvætt að sjá að við úthlutun á að taka sérstakt tillit til minni framleiðenda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...