Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018
Fréttir 14. desember 2018

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2018 hafa verið greiddar út til bænda.

Alls bárust 1531 umsókn um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.587 ha á 34.667 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.313 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.238 ha sem skiptust niður á 4.440 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 37.946 kr/ha.

Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

Garðrækt 
(ha) 

Gras
(ha) 

Grænfóður
(ha) 

Korn
(ha) 

Olíujurtir
(ha)

Alls
(ha)

563

3.143

3.962

2.473

97

10.238

 

Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.

Reiknireglur

Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0

31-60 ha

0,7

61> ha

0,4

 

Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.

 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...