Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018
Fréttir 14. desember 2018

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2018 hafa verið greiddar út til bænda.

Alls bárust 1531 umsókn um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.587 ha á 34.667 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.313 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.238 ha sem skiptust niður á 4.440 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 37.946 kr/ha.

Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

Garðrækt 
(ha) 

Gras
(ha) 

Grænfóður
(ha) 

Korn
(ha) 

Olíujurtir
(ha)

Alls
(ha)

563

3.143

3.962

2.473

97

10.238

 

Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.

Reiknireglur

Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0

31-60 ha

0,7

61> ha

0,4

 

Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f