Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur
Fréttir 15. janúar 2024

Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið greiddi fyrir áramót út jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa í ræktunarlöndum á síðasta ári.

Í umfjöllun á vef matvælaráðuneytisins kemur fram að 12 ræktendur hafi skráð tjón á 83,9 hekturum. Alls nema styrkir vegna jarðræktar rúmlega 437 milljónum króna en rúmlega 434 milljónum króna vegna landgreiðslna.

Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara. Einingarverð landgreiðslna er 5,655 krónur á hektara. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á umsækjendur.

Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 hektara en 10.021,6 hektara lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 krónur á hektara.

Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, komi til frádráttar greiðslunni og er hann 25 prósent af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...