Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur
Fréttir 15. janúar 2024

Jarðræktarstyrkir, land­greiðslur og tjónabætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið greiddi fyrir áramót út jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna ágangs álfta og gæsa í ræktunarlöndum á síðasta ári.

Í umfjöllun á vef matvælaráðuneytisins kemur fram að 12 ræktendur hafi skráð tjón á 83,9 hekturum. Alls nema styrkir vegna jarðræktar rúmlega 437 milljónum króna en rúmlega 434 milljónum króna vegna landgreiðslna.

Landgreiðslur voru veittar vegna 76.839,5 hektara. Einingarverð landgreiðslna er 5,655 krónur á hektara. Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á umsækjendur.

Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.491,3 hektara en 10.021,6 hektara lágu til grundvallar útreiknings að teknu tilliti til skerðingarreglna. Einingarverð jarðræktarstuðnings var á árinu 43.635 krónur á hektara.

Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að fyrirframgreiðsla vegna kornræktar sem greidd var 15. júní 2023, komi til frádráttar greiðslunni og er hann 25 prósent af einingaverði jarðræktarstyrks á árinu 2022.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...