Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.
Mynd / ghp
Fréttir 19. september 2022

Jarðræktarskýrslur forsenda álagsgreiðslna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sérstakar álagsgreiðslur sem matvælaráðuneytið hefur boðað, í ljósi alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu, verða reiknaðar á grunni hefðbundinna umsókna um jarðræktarstyrki og landgreiðslur.

Því er mikilvægt að umsóknir um styrki liggi tímanlega fyrir svo greiða megi álagsgreiðslur í byrjun október nk.

Það er meðal þess sem kemur fram í tilkynningum frá matvælaráðuneytinu og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Starfsmenn RML aðstoða bændur við skráningu jarðræktarskýrluhalds en hvatt er til þess að bændur komi gögnum til skráningar til RML eigi síðar en 20. september svo tryggt verði að skýrsluhald þeirra verði skráð fyrir tilsettan tíma.

Eins og í fyrra þarf að skrá upplýsingar um ræktun og uppskeru ásamt notkun tilbúins- og búfjáráburðar.

Styrkhæf ræktun fyrir jarðræktarstyrki er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á lífdísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs, og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf.

Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf.

Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn.

Umsóknir skulu berast á afurd. is fyrir 3. október. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að einhver uppskera kunni að vera óskráð, þá kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is og sækja um styrkinn í Afurð.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...