Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Fréttir 8. maí 2023

Jarðarberjaland endurreist

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að endurreisa garðyrkju­stöðina Jarðarberjaland og er framleiðsla komin aftur á fullt, en stöðin eyðilagðist í aftakaveðri sem gekk yfir Suðurland í febrúar á síðasta ári. Stefnt er að enn meiri framleiðslu allt árið með endurbættri stöð.

„Við settum fyrstu plönturnar inn í nýja húsið um miðjan desember og fyrsta uppskeran fór á markað um miðjan mars. Við erum þegar komin í meiri afköst en við vorum í og tínum hér á fullu alla daga. Uppskeran fer svo í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) til dreifingar í verslunum,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, eigandi Jarðarberjalands.

Landsmenn sitja ekki allir við sama borð

Að sögn Hólmfríðar sendir stöðin frá sér vikulega hundruð kílóa, en SFG sækir ber til þeirra þrisvar í viku. „Svo fer þetta í þær verslunarkeðjur sem vilja selja íslensk jarðarber, en það eru ekki allar verslanir sem vilja það, því miður. Við fáum athugasemdir frá viðskiptavinum okkar stundum um að þeir sjái ekki framleiðsluna okkar í þeirra búðum. Það er þá undir verslunarstjórum þessara verslana komið að ákveða hvort þeir vilji bjóða upp á þessa vöru og leyfa kúnnanum að hafa valið – en okkur finnst það frekar leiðinlegt að vörurnar okkar virðast skila sér síður í verslanir úti á landsbyggðinni.

Í því sambandi er ekki við SFG að sakast, heldur er það í valdi hverrar verslunar fyrir sig að ákveða þetta,“ segir Hólmfríður.

Hún segir að tjónið sem þau urðu fyrir á síðasta ári hafi verið mikið en byggt hafi verið upp frá grunni. „Við byrjuðum á því að rífa hitt húsið alveg í burtu og svo var ný stöð byggð, með nýjum lýsingarbúnaði og öðrum búnaði, sem getur afkastað meiru og hún á að þola talsvert meira veðurálag en sú fyrri.

Tryggingarnar bættu okkur upp hluta tjónsins en við urðum að taka á okkur talsvert fjárhagslegt högg,“ segir Hólmfríður.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.