Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Fréttir 8. maí 2023

Jarðarberjaland endurreist

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að endurreisa garðyrkju­stöðina Jarðarberjaland og er framleiðsla komin aftur á fullt, en stöðin eyðilagðist í aftakaveðri sem gekk yfir Suðurland í febrúar á síðasta ári. Stefnt er að enn meiri framleiðslu allt árið með endurbættri stöð.

„Við settum fyrstu plönturnar inn í nýja húsið um miðjan desember og fyrsta uppskeran fór á markað um miðjan mars. Við erum þegar komin í meiri afköst en við vorum í og tínum hér á fullu alla daga. Uppskeran fer svo í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) til dreifingar í verslunum,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, eigandi Jarðarberjalands.

Landsmenn sitja ekki allir við sama borð

Að sögn Hólmfríðar sendir stöðin frá sér vikulega hundruð kílóa, en SFG sækir ber til þeirra þrisvar í viku. „Svo fer þetta í þær verslunarkeðjur sem vilja selja íslensk jarðarber, en það eru ekki allar verslanir sem vilja það, því miður. Við fáum athugasemdir frá viðskiptavinum okkar stundum um að þeir sjái ekki framleiðsluna okkar í þeirra búðum. Það er þá undir verslunarstjórum þessara verslana komið að ákveða hvort þeir vilji bjóða upp á þessa vöru og leyfa kúnnanum að hafa valið – en okkur finnst það frekar leiðinlegt að vörurnar okkar virðast skila sér síður í verslanir úti á landsbyggðinni.

Í því sambandi er ekki við SFG að sakast, heldur er það í valdi hverrar verslunar fyrir sig að ákveða þetta,“ segir Hólmfríður.

Hún segir að tjónið sem þau urðu fyrir á síðasta ári hafi verið mikið en byggt hafi verið upp frá grunni. „Við byrjuðum á því að rífa hitt húsið alveg í burtu og svo var ný stöð byggð, með nýjum lýsingarbúnaði og öðrum búnaði, sem getur afkastað meiru og hún á að þola talsvert meira veðurálag en sú fyrri.

Tryggingarnar bættu okkur upp hluta tjónsins en við urðum að taka á okkur talsvert fjárhagslegt högg,“ segir Hólmfríður.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...