Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Hólmfríður Geirsdóttir jarðarberjaræktandi og eigandi Jarðarberjalands.
Fréttir 8. maí 2023

Jarðarberjaland endurreist

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að endurreisa garðyrkju­stöðina Jarðarberjaland og er framleiðsla komin aftur á fullt, en stöðin eyðilagðist í aftakaveðri sem gekk yfir Suðurland í febrúar á síðasta ári. Stefnt er að enn meiri framleiðslu allt árið með endurbættri stöð.

„Við settum fyrstu plönturnar inn í nýja húsið um miðjan desember og fyrsta uppskeran fór á markað um miðjan mars. Við erum þegar komin í meiri afköst en við vorum í og tínum hér á fullu alla daga. Uppskeran fer svo í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) til dreifingar í verslunum,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, eigandi Jarðarberjalands.

Landsmenn sitja ekki allir við sama borð

Að sögn Hólmfríðar sendir stöðin frá sér vikulega hundruð kílóa, en SFG sækir ber til þeirra þrisvar í viku. „Svo fer þetta í þær verslunarkeðjur sem vilja selja íslensk jarðarber, en það eru ekki allar verslanir sem vilja það, því miður. Við fáum athugasemdir frá viðskiptavinum okkar stundum um að þeir sjái ekki framleiðsluna okkar í þeirra búðum. Það er þá undir verslunarstjórum þessara verslana komið að ákveða hvort þeir vilji bjóða upp á þessa vöru og leyfa kúnnanum að hafa valið – en okkur finnst það frekar leiðinlegt að vörurnar okkar virðast skila sér síður í verslanir úti á landsbyggðinni.

Í því sambandi er ekki við SFG að sakast, heldur er það í valdi hverrar verslunar fyrir sig að ákveða þetta,“ segir Hólmfríður.

Hún segir að tjónið sem þau urðu fyrir á síðasta ári hafi verið mikið en byggt hafi verið upp frá grunni. „Við byrjuðum á því að rífa hitt húsið alveg í burtu og svo var ný stöð byggð, með nýjum lýsingarbúnaði og öðrum búnaði, sem getur afkastað meiru og hún á að þola talsvert meira veðurálag en sú fyrri.

Tryggingarnar bættu okkur upp hluta tjónsins en við urðum að taka á okkur talsvert fjárhagslegt högg,“ segir Hólmfríður.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...